Ný vara ver fræga fólkið fyrir papparazzi ljósmyndurum

Paris Hilton getur nú óhrædd gert skandala án þess að …
Paris Hilton getur nú óhrædd gert skandala án þess að eiga á hættu að lenda á forsíðu slúðurblaðanna. Reuters

Nýr vökvi, sem byggir á nanótækni, ver fræga fólkið fyrir ágengum ljósmyndurum. Vökvinn gerir það að verkum að ef honum er úðað á flöt verður hann að hvítum, ógreinilegum bletti á mynd. Fræga fólkið getur því nú ferðast óhindrað um án þess að eiga það á hættu að lenda í slúðurblöðunum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten í dag.

Varan var upphaflega hönnuð til notkunar á bílnúmerplötur. Bandaríska fyrirtækið PhantomPlate, sem gerir Photoblocker úðann, segir á heimasíðu sinni að þegar mynd er tekin virki það eins og ef hún sé tekin með flassi á spegil. Það sé því ekki hægt að þekkja viðfangsefni myndarinnar.

Hvergi kemur fram hversu góð áhrif efnið, sem hannað var fyrir númeraplötur, hefur á húð fallega, fræga fólksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant