Ástríkur og félagar of gamaldags

Asterix, öðru nafni Ástríkur
Asterix, öðru nafni Ástríkur

Ástríkur, Gaulverjinn góðkunni, fellur illa inn í nútímalegt fjölþjóðasamfélag. Sú er að minnsta kosti skoðun hins franska Jean-Pierre Rozenczveig, en hann sér um varnarmál samtakanna Children International. Telur hann að barátta Gaulverja gegn erlendum landnámsmönnum endurspegli ekki þá viðleitni að stuðla að gifturíkri og friðsælli sambúð hópa af ólíkum uppruna í Frakklandi.

Rozenczveig lét ofarnefnda skoðun í ljós eftir að Albert Uderzo, myndskreytir sagnanna um Ástrík og félaga, bauðst til þess að leggja hönd á plóg í baráttunni fyrir réttindum barna. Hefur Uderzo skreytt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með myndum af hinum ævintýraglöðu vinum, Ástríki og Steinríki, en þeir kumpánar uppfræða börn Gaulverjabæjar um réttindi sín.

Rozenczveig amaðist út í þá stereótýpísku staðalmynd, René Goscinny, skapari teiknimyndahetjanna, dregur upp af útlendingum í sögum sínum. Þar eru Portúgalar smávaxnir, Englendingar teþambandi, Þjóðverjar herskáir og hvatvísir, Korsíkumenn vinnulatir en ofbeldisfullir, og svo fram eftir þeim götunum. Gagnrýni Rozenczveigs hefur verið líkt við storm í tebolla.

Þorpsbúar Gaulverjabæjar eru ekki einir um að hafa þurft að sæta gagnrýni vegna meintrar afstöðu sinnar til útlendinga. Bækur Enid Blyton hafa til að mynda verið snurfusaðar og lagaðar að viðurkenndum skoðunum í fjölþjóðasamfélagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson