Stærsta spilavíti heims opnað í Macau

Starfsmaður undirbýr rúllettu í einum af spilasölum Feneyjaspilavítisins í Macau.
Starfsmaður undirbýr rúllettu í einum af spilasölum Feneyjaspilavítisins í Macau. Reuters

Stærsta spilavíti heims var opnað í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Macau í dag. Spilavítið, sem nefnt er eftir ítölsku borginni Feneyjum, er á risastóru svæði þar sem er m.a. hótel með 3000 herbergjum, spilasalur á stærð við þrjá knattspyrnuvelli með 800 borðum auk ráðstefnusala og fundaherbergja. Spilavítið kostaði jafnvirði 154 milljarða króna.

Jafnvel starfsmenn spilavítisins eiga í erfiðleikum með að rata um byggingarnar. „Þetta er afar stórt. Við vorum að leita að sundlauginni en villtumst," sagði Tiya Diran, túlkur frá Indónesíu sem starfar í spilavítinu. „Þetta er eins og heil borg."

Fyrirtækið Las Vegas Sands reisti spilavítið og Shldon Adelson, stjórnarformaður fyrirtækisins, tók það formlega í notkun með því að brjóta kampavínsflösku á gondóla.

Rúlletturnar byrja hins vegar ekki að snúast fyrr en klukkan 7:18 í kvöld að kínverskum tíma, klukkan 11:18 að íslenskum tíma, en sá tími var valinn í samræmi við kínverska talnaspeki.

Spilavítið er byggt á landfyllingu milli tveggja eyja í suðurhluta Macau. Gestir ganga inn í bygginguna yfir risastórt lón og til beggja handa eru eftirlíkingar af sögufrægum byggingum í Feneyjum.

Gondólar og eftirlíkingar af byggingum í Feneyjum einkenna nýja spilavítið.
Gondólar og eftirlíkingar af byggingum í Feneyjum einkenna nýja spilavítið. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant