Ísland í Grey's Anatomy þættinum

mbl.is/Ómar

Nýlega hófust sýningar á fjórðu þáttaröð Grey's Anatomy hjá ABC Prime Time sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Í þættinum í síðustu viku bar Ísland á góma þar sem dauðvona sjúklingur á þann draum að eyða síðustu stundunum á Íslandi.

Í fréttabréfi Ferðamálastofu kemur fram að í umræddum þætti fær kona sem er sjúklingur spítalans, sem þættirnir fjalla um, þær fréttir að hún eigi aðeins stuttan tíma eftir á lífi og ákveður að eyða honum á Íslandi „þar sem sólin sest aldrei”. Seinna í þættinum kemur hins vegar í ljós að sjúkdómsgreiningin átti við allt annan sjúkling og viðkomandi er alls ekki dauðvona. En í stað þess að lögsækja sjúkrahúsið fellst konan á að fá þriggja herberja íbúð í Reykjavík í skaðabætur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson