Ágætis byrjun er besta íslenska platan

Sigur Rós
Sigur Rós Eggert Jóhannesson

Í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar efndu Reykjavík, Reykjavík og mbl.is til kosningar um bestu íslensku plötu allra tíma. Á annað þúsund manns tók þátt í keppninni og á lista voru 77 plötur sem þátttakendur gátu valið úr. Einnig var hægt að tilnefna plötur sem ekki var að finna á listanum og við bættust 214 plötur frá þátttakendum í kosningunni. Skemmst er frá því að segja að hljómplatan Ágætis byrjun með Sigur Rós fékk afgerandi kosningu eða 423 atkvæði.

20 bestu plöturnar

1. Sigur Rós – Ágætis byrjun

2. Trúbrot – Lifun

3. Bubbi – Ísbjarnarblús

4. Bubbi – Kona

5. Megas & Spilverkið –

Á bleikum náttkjólum

6. Björk – Debut

7. Sigur Rós – Takk

8. Utangarðsmenn – Geislavirkir

9. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi

10. Emilíana Torrini – Fisherman's Woman

11. Hjálmar – Hljóðlega af stað

12. Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar – Gling Gló

13. Stuðmenn – Með allt á hreinu

14. Egó – Breyttir tímar

15. Elly Vilhjálms – Heyr mína bæn

16. Hinn íslenzki þursaflokkur – Hinn íslenzki þursaflokkur

17. Sykurmolarnir – Life's Too Good

18. XXX Rottweilerhundar – XXX Rottweilerhundar

19. Spilverk þjóðanna – Sturla

20. Mugison – Lonely Mountain

Tölurnar tala sínu máli

866.706 geisladiskar seldust á Íslandi árið 2006. Það eru um 2,9 eintök á hvern íbúa á Íslandi.

574.234 íslenskir geisladiskar seldust á síðasta ári, eða 66,3% allra seldra geisladiska.

41.220 tónleikagestir sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2005. Það árið hélt Sinfónían 82 tónleika af öllu tagi, bæði hér á landi og erlendis.

287 hljómsveitir og tónlistarmenn sóttu um að komast að á Iceland Airwaves hátíðina í ár. 170 hljómsveitir og tónlistarmenn voru valdir en þar af lék um fjórðungur í fyrsta skipti á hátíðinni.

2.300 tónleikar, eða þar um bil, voru haldnir hér á landi á síðasta ári eða að jafnaði sex tónleikar á dag. Tæpur helmingur þeirra er af klassískum toga.

47.299 verk eftir íslensk tónskáld eru á skrá hjá STEFi. Nýskráningar á síðasta ári voru 2.527. Frá janúar til júlí á þessu ári hafa 3.157 verk verið skráð hjá STEFi.

2.866 texta- og lagahöfundar eru á bak við öll þessi verk.

1,3% er varlega áætlað hlutfall tónlistariðnaðarins til vergrar landsframleiðslu.

85.000.000 er varlega áætluð krónutala yfir útgjöld heimilanna til tónlistar árið 2004.

30 íslenskir óperusöngvarar hafa lifibrauð af því að syngja í erlendum óperuhúsum.

3.000 eða þar um bil, er fjöldi kórfélaga um land allt.

12 lúðrasveitir eru starfandi á Íslandi og félagar eru á fjórða hundrað talsins.

100.000 lög eða þar um bil, hafa verið seld á Tónlist.is frá nóvember í fyrra til dagsins í dag.

1.000.000 laga hefur hins vegar verið streymt í gegnum Tónlist.is á þessu sama tímabili.

80 var fjöldi tónlistarskóla á Íslandi árið 2003. Þar af voru 30 þeirra á höfuðborgarsvæðinu.

12.000 nemendur stunda tónlistarnám á Íslandi. Það eru um 4,1% af íbúafjölda landsins.

20.000.000 er sá fjöldi platna sem Björk hefur selt um allan heim. Það eru jafnmargar plötur og selst hafa af íslenskri tónlist síðustu 60 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant