Harðskafi var mest seldur

Arnaldur Indriðason
Arnaldur Indriðason

Harðskafi eftir Arnald Indriðason seldist mest allra bóka á síðasta ári samkvæmt samantekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda bókarinnar, Forlaginu, er Harðskafi mest selda frumútgáfa af íslenskri skáldsögu en hún seldist í tæpum 30 þúsund eintökum á útgáfuárinu. Endanlegar sölutölur liggja þó ekki fyrir því að enn á eftir að taka saman skil á bókinni.

Ítalskir réttir Hagkaupa seldust næstmest allra bóka og Leyndarmálið eftir Rhondu Byrne er í þriðja sæti bóksölulistans. Sagan um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur er í fjórða sæti og Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini í fimmta.

Sálmabók íslensku kirkjunnar var mest selda ljóðabókin, eins og í fyrra, og Harry Potter og dauðadjásnin var mest selda barna- og unglingabókin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson