„Nenni ekki að aðlaga mig að tölvu“

„Þetta er óþarfa vesen og ég nenni ekki að vera að aðlaga mig að tölvu. Það kemur ekki til greina,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Helgi Seljan.

Helgi og Katrín Rut Bessadóttir, sambýliskona hans, eignuðust á dögunum dóttur sem þau ætla að nefna Indíönu Karítas Seljan Helgadóttur. Babb kom í bátinn þegar þau sendu Þjóðskrá nafnið, en tölva hennar ræður ekki við að skrá nafn sem er lengra en 32 stafir með stafabilum. Nafn dóttur Helga og Katrínar er 34 stafir og stafabil.

„Ég velti fyrir mér hvort ég eigi að vísa málinu til umboðsmanns barna eða umboðsmanns Alþingis," segir Helgi sem hefur kynnt sér málið undanfarið og komist að því að á milli 100 og 200 manns hafa beygt sig undir limbóstöng tölvunnar og stytt nöfn barna sinna. Það ætlar Helgi ekki að láta bjóða sér. „Ef það er ekki til einhver stofnun í landinu sem getur varið mann fyrir svona bullstjórnsýslu þá þarf hún að vera til nú þegar.“

Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, segir að verið sé að vinna
að heildarendurskoðun Þjóðskrár, en getur ekki sagt til um hvenær
breytingar ganga í gegn. Lengd nafna er eitt atriði sem verður tekið á,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant