Clinton skyld Jolie og Obama skyldur Pitt

Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru skyld forsetaframbjóðendum demókrata
Leikarahjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru skyld forsetaframbjóðendum demókrata AP

Ættfræðileg rannsókn hefur leitt í ljós að forsetaframbjóðendinn Hillary Clinton sé skyld Angelinu Jolie og mótframbjóðandi hennar, Barack Obama, sé skyldur Brad Pitt, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

The New England Historic Geneological Society gaf út rannsókn þar sem rakin voru ættfræðileg tengsl forsetaframbjóðendanna þriggja og í ljós kom að frægir einstaklingar tengjast þeim öllum, látnir og lifandi.

Að minnsta kosti eru sex fyrrum forsetar fjarskyld ættmenni Obama; George W. Bush og faðir hans, Gerald R. Ford, Lyndon B. Johnson, Harry S. Truman og James Madison.  Önnur fræg skyldmenni eru Sir Winston Churchill og Brad Pitt, sem skyldur er Obama í níunda ættlið í gegnum Edwin Hickman sem lést í Virginíu árið 1769.

Hillary Clinton er skyld Angelinu Jolie, kærustu Pitts, en tengsl milli þeirra eru rakin til Jean Cusson frá Quebec sem lést árið 1718.  Hjá Clinton eru einnig rakin tengsl til frægra fransk-kanadískra einstaklinga, þ.á.m. Madonna, Celine Dion og Alanis Morisette.  Einnig er að finna tengsl til rithöfundarins Jack Kerouac og Camillu Parker-Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins.

Forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, John McCain, er skyldur Lauru Bush í sjötta ættlið en erfiðara reyndist hjá honum að rekja ættartengsl, að sögn Christopher Child ættfræðings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson