Britney boðið hlutverk í London

Britney lék nýlega gestahlutverk í „How I Met Your Mother.“
Britney lék nýlega gestahlutverk í „How I Met Your Mother.“ AP

Britney Spears hefur verið boðið að leika í uppfærslu á „Sporvagninum Girnd" eða A Streetcar Named Desire, eftir Tennessee Williams í leikhúshverfinu West End í London.

Heimildamaður breska dagblaðsins Daily Star segir Britney hafa komið til greina í langan tíma fyrir hlutverk Blanche Dubois, eldri systurinnar sem á við persónulega erfiðleika að stríða.   Þátttaka Britney hefur hins vegar þótt of mikil áhætta, þar sem mikið hefur gengið á í lífi hennar að undanförnu. 

Gestahlutverk Britneyar í bandaríska þættinum How I Met Your Mother eða „Svona hitti ég móður þína, sem sýndur var í vikunni, breytti viðhorfi manna og þótti hún standa sig vel í hlutverkinu.  Hún er sögð hafa hæfileika og hafa sýnt góðan leik.

„Britney er ef til vill fremur ung til þess að leika Blanche en hún væri fullkomin í átakanlegt hlutverk Blanche sem notar áfengi til þess að fela sársauka," segir í Daily Star.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson