Ganga skipulega á 151 tind eftir bókinni Íslensk fjöll

„Það er ekkert annað en þrjóskan sem heldur manni við þetta. Það er ekki hægt að hætta við, maður verður að ljúka þessu eins og hverju öðru verkefni svo maður geti snúið sér að því næsta,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, sem unnið hefur að því verkefni með félögum sínum að ganga allar leiðirnar sem lýst er í göngubókinni Íslensk fjöll. Þórhallur hefur klifið 143 tinda af þeim 151 sem bókin fjallar um og gengur væntanlega á þann síðasta í lok næsta mánaðar.

„Ég geri þetta bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þórhallur og er ekkert of hrifinn af því að segja frá verkefninu – en lætur til leiðast. Verkefnið felst í því að ganga eftir bók Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar, Íslensk fjöll – gönguleiðir á 151 tind. Fyrir tæpum þremur árum ákvað hópur gönguáhugamanna sem kallar sig Tindátana og lengst af var undir forystu Leifs Hákonarsonar að leggja í hann. Markmiðið var að ganga á einn tind að meðaltali á viku og samkvæmt því átti að fara á síðasta fjallið um miðjan næsta mánuð. „Við höfum verið að saxa á bókina og svo vill til að ég er kominn lengst. Ég hef nú gengið á 143 tinda og átta eru eftir. Hins vegar var veðrið í vetur svo leiðinlegt að það næst ekki á upphaflegu tímaáætluninni,“ segir Þórhallur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler