Clapton er mættur

Eric Clapton.
Eric Clapton. AP

„Ég held að hann fari ekkert að veiða núna, hann kemur í dag [í gær] og allur hans tími fer í að undirbúa tónleikana. Hann fer svo strax á laugardaginn,“ segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónleika Erics Clapton í Egilshöllinni í kvöld.

„Það koma tæplega 30 manns með honum. Það eru til dæmis sjö manns í hljómsveitinni. Svo er líka sérmaður í því að vakta gítarsafnið hans, sem verður raðað upp meðfram sviðinu,“ segir Grímur og bætir því við að Clapton geri litlar kröfur um sérstakan aðbúnað baksviðs og sé ekki með neina stjörnustæla.

„Hann vill bara fá lambakjöt og fisk baksviðs og það eiga allir að borða saman.“

Clapton kom hingað frá Bergen í Noregi þar sem hann var með tónleika á miðvikudaginn. Hér til hliðar má sjá lagalista kappans á tónleikunum í Noregi. Héðan fer hann svo til Skanderborg í Danmörku þar sem hann heldur tónleika á sunnudaginn.

Grímur leggur áherslu á að fólk komi tímanlega á tónleikana í kvöld en húsið verður opnað kl. 18. „Við Íslendingar erum alltaf seinir og við höldum að það taki bara korter að keyra úr Grafarvogi í miðbæinn. Það mun hins vegar ekki gera það eftir tónleikana. Þegar 13 þúsund manns safnast saman á sama blettinum þurfa menn að hugsa aðeins,“ segir Grímur en undir „fólkið“ á mbl.is má sjá kort af bílastæðum við Egilshöll og aðrar upplýsingar um tónleikana.

Uppselt er á svæði A á tónleikana en nokkrir miðar eru eftir á svæði B.

Lagalisti Claptons í Bergen í fyrradag

1. Tell The Truth

2. Key To The Highway

3. Hoochie Coochie Man

4. Isn't It A Pity

5. Outside Woman Blues

6. Here But I'm Gone

7. Why Does Love Got To Be So Sad

8. Driftin'

9. Nobody Knows You When You're Down And Out

10. Motherless Child

11. Travelling Riverside Blues

12. Running On Faith

13. Motherless Children

14. Little Queen Of Spades

15. Before You Accuse Me

16. Wonderful Tonight

17. Layla

18. Cocaine

Aukalag:

19. Crossroads

www.midi.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson