Samstöðutónleikar á laugardag

Frá blaðamannafundi í dag þar sem samstöðutónleikarnir voru kynntir.
Frá blaðamannafundi í dag þar sem samstöðutónleikarnir voru kynntir. mbl.is/Árni Sæberg

Samstöðutónleikarnir, sem Bubbi Morthens fékk hugmyndina að á dögunum, hafa nú undið upp á sig og stendur nú til að halda tónleikana í Laugardalshöll á laugardag undir yfirskriftinni „Áfram með lífið".

Að sögn Láru Ómarsdóttur, fjölmiðlatengils hátíðarinnar, eru engin samtök eða pólitískt afl á bak við tónleikana og þaðan af síður er verið að berjast fyrir einu eða neinu. „Við viljum bara að þjóðin fái að gleðjast saman þennan dag og við hvetjum fyrirtæki og sveitarfélög til að taka þátt og gleðjast með okkur."

Fjölmargar íslenskar sveitir hafa fylkt sér að baki Bubba og boðað komu sína á laugardaginn. Má þar nefna Lay Low, Sálina hans Jóns míns, Ham, Ragnheiði Gröndal, Stuðmenn, Baggalút, Poetrix, Buff, Ný dönsk og nú síðast í dag bættist raftónlistarsveitin FM Belfast við.

Ókeypis er á tónleikana og allir listamennirnir sem og starfsmenn tónleikanna gefa vinnu sína. Tónleikarnir eru unnir í samvinnu við Rás 2, Bylgjuna og Morgunblaðið sem og fjölmörg önnur fyrirtæki eins og Exton, Vatikanið, midi.is og fleiri. Leigan af Laugardalshöll hefur verið felld niður og unnið er að því að fá Reykjavíkurborg til að taka þátt í deginum og bjóða frítt í sund eða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson