Útsala á uppboði

Jeff Koons.
Jeff Koons. mbl.is

Verð á myndlist á haustuppboðum stóru uppboðshúsanna heldur áfram að falla. Í fyrrakvöld bauð Sotheby's í New York upp 63 samtímaverk og seldust aðeins 43 þeirra. Í sum verkanna kom bara eitt boð og einungis nokkur seldust fyrir verð nálægt neðri mörkum áætlaðs verðmats.

Þrátt fyrir að boðin væru upp verk eftir margar helstu stjörnur samtímalistarinnar, eins og Jeff Koons, Lucian Freud, Damien Hirst og Andy Warhol, líkir fréttamður AFP uppboðinu við „lúxus brunaútsölu“.

Blaðamaður The New York Times hefur eftir fjárfestinum Eli Broad að þetta hafi verið „útsala með helmings afslætti“. Broad sagðist hafa gert sín fyrstu útsölukaup í nokkur ár, en fyrir átta milljónir dala keypti hann verk eftir Ed Ruscha, Koons, Rauscenberg og Donald Judd.

Stjarna kvöldsins er sögð lágmynd frá 1960 eftir Yves Klein. Verkið seldist fyrir 21,3 milljónir dala, en var metið á yfir 25 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson