Streita stuðlar að offitu barna

Reuters

Tíðni er á milli mikillar streitu á heimilum og offitu barna, samkvæmt niðurstöðum nýrrar sænskrar rannsóknar. Samkvæmt henni eru tvöfalt fleiri fimm til sex ára börn, sem búa á heimilin þar sem streituvaldar er fáir, of feit en börn, sem búa á heimilum þar sem streita er lítil. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

„Fjölskyldur geta sennilega tekist á við einhverja streitu og einhverja streituvalda en ekki marga á sama tíma,” segir Felix-Sebastian Koch, doktorsnemi við hjáskólann í Linkping, sem vann að rannsókninni. Þá segir hann að þegar streita á heimilinu verði of mikil virðist myndist hætta á því að börnin verði of feit. 

Koch og samstarfsfólk hans mátu streitustig á 7443  sænskum heimilum frá fæðingu barnanna og þar til þau náðu fimm til sex ára aldri. Við það notuðu þau upplýsingar frá foreldrum barnanna um þekkta streituvalda.

Síðar var holdafar barnanna metið og reyndust þá 4,2% barnanna vera of feit. Greinileg fylgni reyndist einnig vera á milli streitunnar á heimilinu og ofþyngdar barnanna.

Koch segir þó ljóst að streita á heimilinu sé ekki eini þátturinn sem stuðli að ofþyngd barna.    

52% barnanna sem tóku þátt í könnuninni voru drengir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant