Hr. Örlygur sættist á kröfur Eldars

Eldar Ástþórsson.
Eldar Ástþórsson. mbl.is/Golli

Nokkrum mánuðum fyrir síðustu Iceland Airwaves-hátíð hætti Eldar Ástþórsson sem framkvæmdastjóri og sagði opinberlega að hann óttaðist um framtíð hátíðarinnar vegna fjárhagsörðugleika Hr. Örlygs.

Út frá þeim ummælum Eldars hófst mikið fjölmiðlamál og virtist framtíð Iceland Airwaves í óvissu þar til Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs, greiddi úr flækjunni við styrktaraðila sína (Reykjavíkurborg og Icelandair) og bjargaði hátíðinni frá glötun.

Máli Eldars lauk þó ekki fyrr en á fimmtudag þegar stefna hans um að fá ógreidd laun átti að fara fyrir Héraðsdóm.

„Þetta fór í þann farveg að ég lét stéttarfélagið rukka þetta fyrir mig,“ segir Eldar. „Ég reyndi að leysa úr þessu áður en þetta færi í eitthvert lögmál sem felur í sér aukinn kostnað og leiðindi en það var enginn vilji þeim megin til þess að leysa þetta mál. Á síðustu metrunum áttuðu þeir sig greinilega á því að það væri kominn tími til þess að standa við sinn hlut og því náðist dómsátt. Ég vona bara að þeir standi við sitt.“

Eldar, sem starfar nú fyrir Gogoyoko og tónlistarsjóðinn Kraum, er feginn að málið er búið enda þungt að hafa svona mál á baki sér. „Mér finnst alveg óþarfi að láta hluti ganga svona langt en ég hef bara ekkert efni á því að gefa uppá bátinn vangreidd laun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant