Fjölnir segir Mel B líklega bara með alzheimer

Fjölnir Þorgeirsson drýgði hetjudáð við björgunarstörf í Tjörninni í vikunni.
Fjölnir Þorgeirsson drýgði hetjudáð við björgunarstörf í Tjörninni í vikunni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta er bara mjög jákvætt fyrir hana. En ég vísa þessu annars bara til föðurhúsanna,“ segir athafnamaðurinn Fjölnir Þorgeirsson þegar ummæli fyrrverandi kærustu hans, Kryddpíunnar Mel B, eru borin undir hann. Í frétt sem birt var á mbl.is í gær var haft eftir söngkonunni að hún byggi yfir „meiri kynorku en nokkur sem hún hefur kynnst um ævina.“

Þá sagði hún að eiginmaður hennar, Stephen Belafonte, væri eini maðurinn sem hún hefði nokkru sinni verið með sem næði að halda í við hana í rúminu. „Já, það er allavega jákvætt að hann geti sinnt henni,“ segir Fjölnir og hlær.

Fjölnir og Mel B áttu í ástarsambandi í um eins og hálfs árs skeið frá 1996 til 1997 og vakti samband þeirra mikla athygli, hér á landi sem og erlendis, enda skein stjarna Spice Girls hvað skærast á þeim tíma. Kryddpían lét meðal annars hafa eftir sér í fjölmiðlum á sínum tíma að íslenskir karlmenn væru þeir bestu sem hún hefði kynnst á öllum sviðum, og því segir Fjölnir nýjustu ummæli hennar skjóta svolítið skökku við.

„Íslenskir karlmenn eru langbestir og hún ætti bara að fara og láta kíkja á sig, ég hugsa að hún sé nú bara með alzheimer,“ segir Fjölnir í léttum dúr.

„Annars er ég nú trúlofaður annarri konu í dag og gamlar kærustur eiga ekki séns í hana,“ segir Fjölnir að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant