Istorrent-dómur kveikir ótta í brjósti torrentáhugamanna

Svavar Lúthersson, eigandi istorrent
Svavar Lúthersson, eigandi istorrent

Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli STEFs gegn Istorrent og Svavari Lútherssyni, stofnanda þess, hefur vakið talverða athygli meðal torrentáhugamanna hér á landi, ekki síst fyrir það að í dómnum er kveðið skýrt uppúr með það að Istorrent og Svavar beri ábyrgð á hugsanlegum lögbrotum notenda vefsetursins þar sem starfsemin hafi greinilega verið beinlínis til þess að auðvelda mönnum að skiptast á höfundarréttarvörðu efni.

Þetta hefur orðið þeim til umhugsunar sem reka íslenska torrent-vefi og þannig lagði torrentsíðan thevikingbay.org upp laupana í kjölfar dómsins eins og lesa má í tilkynningu á síðunni dómsuppkvaðningardaginn:

„Við hjá TheVikingBay höfum ákveðið að aðskilja okkur algjörlega frá Torrent heiminum frá og með deginum í dag.“.

Ýmsar ástæður eru tíndar til og þar á meðal þessi:

„Einnig eftir að dómurinn gegn Torrent.is var kveðinn upp ákvöddum við að það væri ekki þess virði, gagnvart okkur, að eltast við þann draum um frelsi á netinu, þegar í endann verðum við lokaðir inní litlum klefa seinna meir.“

Enn eru þó reknar íslenskar torrent-síður, til að mynda rTorrent og Deiling.is, en líklegt verður að telja að STEF, og eins einstakir útgefendur og listamenn, muni einnig höfða mál á hendur þeim í framhaldi af dómi Héraðsdóms.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson