Skugga-Baldur tilnefnd til Independent-verðlauna

Skáldsagan „The Blue Fox“, en svo nefnist Skugga-Baldur eftir Sjón, er tilnefnd til  „The Independent Foreign Fiction Prize“, að því er fram kemur í frétt frá bókaútgáfunni Bjarti.

Þar segir að verðlaun þessi séu helstu bókmenntaverðlaunin sem tileinkuð eru erlendum bókum á enska málsvæðinu. Stórblaðið Independent stofnaði verðlaunin árið 1990 og voru þau veitt í fimm ár, og árið 2001 voru þau endurvakin í samvinnu við Arts Council England. Vinningshafar síðustu ára eru meðal annarra Per Petterson (höfundur Út að stela hestum) og Javier Cercas (höfundur Stríðsmenn Salamis) en þeir hafa báðir komið út á íslensku í neon-bókaseríu Bjarts.

Aðrir tilnefndir höfundar, auk Sjón, eru í ár Jose Eduardo Agualuse, Sasa Stanisic og Ismail Kadare. Skugga-Baldur kom út í Englandi á síðasta ári, hjá forlaginu Telegram, sem hefur nú þegar tryggt sér útgáfuréttinn á Rökkurbýsnum. Segir í fréttinni að það séu mikil tíðindi að íslensk bók sé tilnefnd til þessara verðlauna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson