Þarf atkvæði Íslendinga

Thiago Trinsi.
Thiago Trinsi.

Brasilíski gítarsnillingurinn Thiago Trinsi, sem er búsettur á Akureyri, er kominn áfram í lokaumferð bresku keppninnar Guitar Idol þar sem menn leiða saman hesta sína í gítarfimi. Útsláttarkeppnin er haldin árlega og stendur yfir í sex mánuði á netinu en endar á því að tólf gítarleikarar keppa um sigurlaunin á sviði í London.

„Þetta kom mér rosalega á óvart,“ segir Thiago. „Sérstaklega þar sem flestir komast í gegn á netkosningu, en ég fékk aðeins fjórtán atkvæði í forkeppninni. Nú þarf ég virkilega á aðstoð Íslendinga að halda til að kjósa mig, því ég er sá eini sem keppir fyrir Íslands hönd þarna.“

Meistarataktar

Þátttakendum ber að senda inn „webcam“-upptöku af sjálfum sér að spila sín eigin lög. Gítarleikararnir komast svo áfram ýmist í gegnum netkosningu eða í vali dómnefndar. Þúsundir keppenda senda inn myndskeið af sér árlega og var Thiago valinn í lokaumferðina af dómnefnd. Hann er því meðal þeirra 120 gítarleikara er keppa um að komast á svið í London. Komist hann í gegn verður hann að flytja lag sitt Kids en á síðu keppninnar guitaridol.tv má sjá hann flytja lagið og er óhætt að fullyrða að hann sýni meistaratakta. „Ég fór í þessa keppni af því að mig langaði til þess að bjóða upp á eitthvað nýtt. Ég er sá eini þarna sem spilar prógressíft fúsjón og ég er með nýstárlega aðferð sem ég nota þarna. Þetta er tækifæri fyrir mig til þess að færa gítarheiminum eitthvað nýtt. Af þessum tólf gítarleikurum velur dómnefnd fjóra í lokakeppnina en átta komast í gegn í netkosningu.“

Thiago kennir í Tónlistarskóla Ólafsfjarðar en auk þess tekur hann þátt í hinum ýmsu verkefnum. Þar má nefna Queen-heiðrunarsveit þar sem Magni Ásgeirsson er í hlutverki Freddie Mercury og meðlimir Hvanndalsbræðra spila undir.

www.guitaridol.tv www.thiagotrinsi.com www.myspace.com/thiagotrinsi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson