Andri Snær tekur við Kairos verðlaununum

Andri Snær Magnason veitti verðlaununum viðtöku í gær.
Andri Snær Magnason veitti verðlaununum viðtöku í gær.

Andri Snær Magnason rithöfundur tók við Kairos verðlaununum í Hamborg í Þýskalandi í gær.  Athöfnin sjálf, sem helguð er verðlaunahafanum og verkum hans, fór fram í Borgarleikhúsinu í Hamborg að viðstöddum 1.200 gestum. Fram komu m.a. Emilíana Torrini, Pétur Hallgrímsson, Steindór Andersen, Páll frá Húsafelli og Hilmar Örn Hilmarsson.

Segir í fréttatilkynningu frá Forlaginu að víða hafi verið fjallað um verðlaunaafhendinguna í evrópskum fjölmiðlum í gær.
 
Stofnun kennd við Alfred Toepfer veitir verðlaun þessi árlega og nemur verðlaunaféð 75.000 evrum, 13 milljónir króna. Stofnunin hefur styrkt og verðlaunað listamenn í Þýskalandi allt frá árinu 1931.

Kvikmynd sem gerð var eftir bók Andra Snæs, Draumalandið, var valin heimildamynd ársins á Edduverðlaunahátíðinni á laugardagskvöldið.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant