Söngkona ákærð fyrir ósiðlega framkomu

Erykah Badu.
Erykah Badu. AP

Bandaríska söngkonan Erykah Badu hefur nú verið ákærð fyrir ósiðlega framkomu á almannafæri vegna nýs myndbands við lag hennar, Window Seat, sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar.

Í myndbandinu gengur Badu um miðborg Dallas í Texas og fækkar smátt og smátt fötum. Í lok myndbandsins fellur hún nakin á götuna eins og hún hafi verið skotin á sama stað og John F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var skotinn til bana í nóvember 1963. 

AP fréttastofan hefur eftir lögreglumanninum Warren Mitchell, að Badu hafi verið ákærð vegna framburðs sjónarvotta, sem urðu vitni að því þegar Badu afklæddist á Dealay Plaza í miðborg Dallas 13. mars þegar myndbandið var tekið upp.

Badu hefur sjálf sagt, að myndbandið hafi verið gert án þess að fá til þess leyfi og hún hafi fækkað fötum frammi fyrir vegfarendum. Það hefur einkum vakið hneykslun að börn voru á torginu þegar þetta gerðist.

Mitchell segir, að fjöldi fólks hafi haft samband við lögregluna í Dallas til að lýsa hneykslun sinni á málinu. Úr því vitni hafi gefið sig fram hafi lögregan getað lagt fram ákæru á hendur söngkonunni. „Hún afklæddi sig á almannafæri án þess að taka tillit til einstaklinga eða ungra barna, sem voru nærstödd."

Verði Badu fundin sek varðar það allt að 500 dala sekt, jafnvirði 64 þúsund króna.  Talsmaður söngkonunnar vildi ekki tjá sig um málið.

Á myndskeiðinu er tölvutækni beitt til að má út hernaðarmikilvæga staði á líkama söngkonunnar. Mikil leit stendur yfir á netinu að myndskeiðinu óbreyttu en fullyrt er að þannig hafi það fyrst farið inn á heimasíðu söngkonunnar.

Myndskeiðið 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant