Ellen Margrét á verðlaunapall í danskeppni

Ellen Margrét Bæhrenz
Ellen Margrét Bæhrenz Ljósmynd Heiða Kristín Ragnarsdóttir

Íslensk stúlka, Ellen Margrét Bæhrenz, sautján ára, hafnaði  nýverið í þriðja sæti í alþjóðlegri ballettkeppni Stora Daldansen í Svíþjóð. Auk hennar kepptu  þau Karl Friðrik Hjaltason, sem er sextán ára, og Sigrún Ósk Stefánsdóttir, 18 ára, einnig í keppninni. Þau eru öll nemendur við Listdansskóla Íslands. 

Í fréttatilkynningu kemur fram að árangur Ellenar Margrétar sé besti árangur Íslendings í þessari keppni frá upphafi. 

Ellen Margrét dansaði tvo sólódansa í keppninni, annan úr ballettnum Coppeliu og hinn úr Le Corsair.  Birgitte Heide hafði yfirumsjón með þjálfun keppendanna og var þeim til halds og trausts úti, að því er segir í tilkynningunni.

 Stora Daldansen ballettkeppnin fór fram dagana 13.-15. maí  í Falun í Svíþjóð.  Keppnin er opin ballettnemum á aldrinum 15-17 ára og 18-20 ára frá Norðurlöndunum og baltnesku löndunum.  Keppnin hefur verið haldin árlega frá 1988.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant