Skrautlegir frambjóðendur

Brasilíumenn munu kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta nk. sunnudag. Fjölmargir eru í framboði og eru sumir frambjóðendur litríkari en aðrir. Á meðal frambjóðenda í ár eru fyrrverandi hnefaleikakappi, klámmyndaleikkona og atvinnutrúður.

„Hefðbundnari“ stjórnmálamenn eru einnig á meðal þeirra sem Brasilíumenn geta kosið í komandi kosningum, en í ár er berjast knattspyrnumenn, söngvarar og leikarar einnig um atkvæðin.

Flestir frambjóðendur hafa ekki mikinn tíma til að koma skilaboðum sínum á framfæri í sjónvarpsauglýsingu og skiptir því miklu að vera hnitmiðaður og vekja eftirtekt.

Slagorð hnefaleikakappans er viðeigandi, en hann hyggst rota spillinguna á þinginu.

Klámmyndaleikkonan hvetur landsmenn til að kjósa af unaði og trúðurinn Tiririca, sem þýðir önugur, hefur gert gys að hinu hefðbundna stjórnálaferli og argaþrasi. „Kjósið Tiririca, því ástandið getur ekki orðið verra,“ er á meðal kosningaslagorða trúðsins. 

Skv. nýlegri skoðanakönnun myndi Tiririca hljóta yfir eina milljón atkvæða í Sao Paulo ríki, ef gengið yrði til kosninga nú. Enginn annar frambjóðandi í landinu myndi fá jafn mörg atkvæði ef marka má niðurstöður könnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson