Ellefu milljón króna áfylling

Dýr var dropinn hjá Ray Crockett.
Dýr var dropinn hjá Ray Crockett. AFP

Bandarískur karlmaður vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið á dögunum þegar greiðslukorti hans var hafnað við kaup á samloku Í Nashville. Hann hafði nýlega fengið útborgað og ekki gert annað en að fylla bifreið sína með eldsneyti.

Þegar maðurinn, Ray Crockett, hringdi í viðskiptabanka sinn, Citibank, til að athuga stöðuna á reikningnum var honum sagt að það vantaði tæpar ellefu milljónir til að hann stæði á sléttu.

Forviða spurði maðurinn út í nýlegar færslur og kom þá í ljós að fyrir 30 dala áfyllingu á Nissan Maxima-bifreið var hann rukkaður um 84.522 dali, jafnvirði ellefu milljón íslenskra króna.

Vissi ekki hvernig hann gæti keypt sér mat

Crockett áleit að þetta væri villa sem auðvelt væri að laga, enda fráleitt að hann gæti dælt eldsneyti fyrir ellefu milljónir á jafn litla bifreið. En allt kom fyrir ekki. Mapco, þar sem hann tók eldsneytið, sagðist ekkert geta gert og enga hjálp fékk hann frá Citibank.

Þegar þar var komið sögu var Crockett orðinn verulega áhyggjufullur enda hafði enga fjármuni undir höndum og vissi vart hvernig hann ætti að geta keypt sér matarbita. Mapco lét hann þá fá gjafakort upp á 100 dali, jafnvirði um 12 þúsund króna, til að lifa af á meðan málið var skoðað frekar.

Ekkert gerðist hins vegar í máli mannsins og að lokum hætti Mapco að svara símtölum Crocketts. Það var svo ekki fyrr en um viku eftir að hann fyllti á bifreið sína sem Citibank leysti úr málinu með því að bakfæra upphæðina.

Fleiri dæmi um sambærileg mistök

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta kemur fyrir hjá viðskiptavinum Mapco því dæmi er um konu sem var rukkuð um jafnvirði 7,5 milljón króna fyrir eðlileg eldsneytiskaup sín.

Mapco sendi frá sér tilkynningu vegna máls Crocketts þar sem segir að mistök sem þessi séu sjaldgæf en geti komið fyrir. Nokkrar ástæður geti verið fyrir þeim, bæði tæknilegar og mannlegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant