Rökkvi og Ari stóðu sig vel í unglingaflokkum

Rökkvi Guðnason og Ari Tómas Hjálmarsson eru á heimsleikunum sem …
Rökkvi Guðnason og Ari Tómas Hjálmarsson eru á heimsleikunum sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum um þessar mundir. Skjáskot/Instagram

Hinn 16 ára gamli Rökkvi Guðnason er í 7. sæti eftir fyrsta keppnisdag á heimsleikunum í crossfit í flokki 16-17 ára drengja. Rökkvi fór með sigur af hólmi í fyrstu þrautinni en lenti í því fjórtánda í annarri þraut og tíunda í þeirri þriðju. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Rökkvi keppir á heimsleikunum en í þriðja sinn sem hann vinnur sér inn þátttökurétt. Á síðasta ári var ekki keppt í unglingaflokki vegna heimsfaraldursins. 

Annar íslenskur drengur keppir á heimsleikunum í ár, hinn 15 ára gamli Ari Tómas Hjálmarsson. Ari keppir í flokki 14-15 ára drengja. Ari er í 15. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Lenti hann í 14. sæti í fyrstu þraut, 15. í annarri þraut og 10. í þriðju þraut. 

Báðir unnu þeir Rökkvi og Ari sér inn keppnisrétt á opna mótinu sem fór fram í mars á þessu ári. Þeir voru báðir í 1. sæti í sínum flokki í Evrópu og var Rökkvi í 10. sæti í heiminum öllum. Ari var í 11. sæti í heiminum öllum. 

Rökkvi og Ari takast á við þrautir 4, 5 og 6 í dag. Í fjórðu þraut eru hjól, GHD-magaæfingar, hnébeygjur með lóð, handstöðuganga, sandpoki og handstaða á dagskrá. Í fimmtu þraut þarf Rökkvi að synda 500 metra og Ari 300 metra. Fylgjast má með keppninni á youtubesíðu heimsleikanna og hefst hún klukkan 13.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant