Guðrún Bergmann - haus
1. september 2010

„Friðrildið“ í hálsinum á okkur

Greinilegt var að umfjöllun mín um skjaldkirtlinn, sem stundum er lýst sem fiðrildi í hálsinum á okkur, vakti athylgi. Aldrei hafa jafnmargir smellt á „like" hnappinn undir pistlunum mínum á þeim mánuði sem ég hef skrifa þá og í gær. Mér datt því í hug að fjalla aðeins nánar um hann og hvað við getum sjálf gert, bæði til að finna út hvort hann sé vanvirkur og eins til að koma honum í jafnvægi eftir náttúrulegum leiðum.

Í gögnum sem ég fann á Netinu kemur fram að ójafnvægi í skjaldkirtli sé ótrúlega algengt í dag en varlega áætlað er það hjá um 15% fullorðinna. Konum hættir sérstaklega til ójafnvægis, sem hugsanlega gengur í erfðir. Talið er að skjaldkirtilssjúkdómar tengist mikilli aukningu sjálfsónæmissjúkdóma, en ónæmiskerfi flestra er undir miklu álagi vegna eiturefna í mat, vatni og andrúmsloftinu.

Sjálfskönnun
Einföld leið til að kanna hvort vanvirkni er í skjaldkirtli er að mæla sig um leið og maður vaknar á morgnana. EKKI má fara fram úr rúminu fyrst, því þá verður mælingin ekki rétt. Setja skal hitamælinn í handarkrikann og hafa hann þar í 10 mínútur. Sé hitinn undir 36,5°C eru allar líkur á því að skjaldkirtillinn sé vanvirkur. Sumar algengustu orsakir vanvirkni í skjaldkirtli eru, auk erfða: joðskortur, rafsegulsviðsmengun, truflun á starfsemi heiladinguls og skjaldkirtils, umhverfis- og loftmengun, ofnotkun megrunarlyfja og annarra lyfja og skortur á A og E vítamíni og zinki.

Þetta má meðal annars gera
Forðast allan unnin mat, mettaðar fitusýrur, sykur og allt úr hvítu hveiti. Sé um alvarlega vanvirkni að ræða er gott að forðast líka rósakál, hvítkál, spergilkál, grænkál, sinnepslauf, ferskjur og perur þar sem í þessum matvælum er efni sem bælir eðlilega starfsemi skjaldkirtilsins. Ráðlagt er að fylgja mataræði þar sem að minnsta kosti helmingur af fæðunni er fersk og lífrænt ræktuð, til að koma aftur á jafnvægi og bæta meltinguna.

Fæðutegundir sem heila eru  meðal annars spírur, salöt, hrátt grænmeti og hægeldaðar korntegundir. Söl ýmis konar og þaratöflur eru ríkar af joði, svo og fiskur. Einnig er hægt að bera á úlnliðina „Solutio Lugoli 5%" frá Gamla apótekinu, en það er joð. Liturinn á að hverfa inn í húðina á 24 tímum ef um joðskort er að ræða. Zink má fá úr nautakjöti, haframjöli, kjúklingum, sjávarfangi, þurrkuðum baunum, klíði, túnfiski, spínati, fræjum og hnetum. Kopar, sem líka er hjálplegur til að koma á jafnvægi, er að finna í kjöti eins og lambakjöti, eggjum, geri, hnetum og rúsínum.

Í gömlu Sovétríkjunum notuðu sumir læknar radísur til að koma jafnvægi á skjaldkritilinn - og safi úr nokkrum radísum, gulrót, tómat, sellerí eða kúrbít, með smávegis af þara getur verið góður stuðningur við skjaldkirtilinn. Ráðlögð bætiefni eru meðal annars B-complex, A og C, svo og omega 3 og 6 úr hörfræsolíu, vínberjakjarnaolíu eða kvöldvorrósarolíu og kalk og magnesíum.

Nánari upplýsingar er að finna á: http://www.naturalways.com/thyroid.htm en hluti heimilda er frá Hallgrími Magnússyni lækni.