Guðrún Bergmann - haus
26. júlí 2011

Sellerí í safann og matinn

selleri_s.jpgSellerí virðist vera mikil undrajurt, sem er ekki bara góð til að lækka blóðþrýsting. Í sellerí er líka að finna að minnsta kosti átta efni sem talin eru góð gegn krabbameini. Sellerí (blaðselja) er af sömu ætt og steinselja og fennel  og getur við góð skilyrði orðið allt að 40 cm hátt. Hvítt sellerí er ræktað í meiri skugga, en hið græna sem hefur því meira af chlorophyll eða blaðgrænu í sér og er því betra. Sellerí er oft notað í súpur, salöt og safa. Það er frekar salt á bragðið, svo stundum er gott að bæta safa af því út í safa af sætum ávöxtum, eins og til dæmis mangó.

Í selleríblöðunum er mikið af A-vítamíni. Stilkarnir eru hins vegar frábær uppspretta af B1, B2, B6 og C-vítamíni, auk þess sem í þeim er mikið af kalíum, fólínsýru, kalki, magnesíum, járni, fosfór, natríum og mikið af nauðsynlegum amínósýrum.  Það losnar um næringarefnin í selleríinu þegar það er notað við safagerð og þau bæta starfsemi meltingarvegarins. Hið náttúrulega natríum (salt) er öruggt til neyslu, í raun nauðsynlegt fyrir líkamann. Jafnvel þeir sem eru viðkvæmir fyrir salti geta borðað sellerí, því andstætt venjulegu borðsalti (iodised sodium) hefur það áhrif til lækkunar blóðþrýstings - ekki hækkunar. Margar fæðutegundir tapa næringargildi sínu við eldun, en sellerí virðist halda sínu vel.

Sellerí og heilsan
Ýmsar rannsóknir sýna fram á að sellerí geti meðal annars haft þessi áhrif á heilsuna:

Sýrustig líkamans: Hin mikilvægu steinefni sem koma úr safanum koma jafnvægi á pH gildi blóðsins og jafna sýrustig líkamans.

Íþróttamenn: Sellerísafi er frábær eftir æfingar því hann endurnýjar rafvaka (electrolytes) líkamans og bæti vökvatap líkamans með miklu af steinefnum.

Krabbamein: Í sellerí er að finna að minnsta kosti átta flokka af efnum sem vinna gegn krabbameini. Þar á meðal eru actylenics sem hefur sýnt sig að hindri vöxt æxlisfruma, tjörusýra (phenolic acids) sem hindrar virkni prostaglandína sem örva vöxt æxlisfruma og coumarins sem hindrar sindurefni í að eyðileggja frumur.

Kólesteról: Það hefur sýnt sig að þessi föli safi hefur lækkað heildarkólesteról á áhrifaríkan hátt, svo og LDL (slæma) kólesteól.

Ristil- og magakrabbamein: Jurtaefnið coumarin kemur í veg fyrir myndun og þróun krabbameins í ristli og maga.

Hægðatregða: Hin náttúrulegu hægðaaukandi áhrif sellerís losa um hægðatregðu. Sellerí slakar líka á taugum sem hafa verið undir álagi af manngerðum hægðarlyfjum.

Vatnslosun: Í sellerísafanum hafa bæði kalíum og natríum áhrif á að koma jafnvægi á vökva líkamans og örva þvagmyndun, en mikilvægt er fyrir líkamann að losa sig við umframvökva.

Bólgur: Efnið polyacetylene sem er í sellerí hefur undraverð áhrif til að draga úr bólgum eins og liðagigt, slitgigt, þvagsýrugigt, astma og bronkítis.

Nýrnastarfsemi: Sellerí stuðlar að heilbrigðri og eðlilegri nýrnastarfsemi með því að örva losun eiturefna úr líkamanum. Um leið og það losar líkamann við eiturefni, kemur það líka í veg fyrir myndun nýrnasteina.

Lægri blóðþrýstingur: Ef drukkinn er sellerísafi daglega í viku lækkar það blóðþrýsting. Efni sem kallast phtalides slakar á vöðvum í kringum slagæðar, víkkar út æðarnar og leyfir blóðinu að flæða eðlilega. Best er að drekka safann í eina viku, hætta síðan í þrjár vikur og hefja svo ferlið aftur.

Taugakerfið: Hin lífrænu alkalísku steinefni í sellerísafanum hafa róandi áhrif á taugakerfið, sem gerir safann að góðum drykk fyrir þá sem þjást af svefnleysi.

Þyngdartap: Drekktu sellerísafa oft yfir daginn. Það dregur úr óslökkvandi löngun í sætindi og fitandi fæðu.

Gall- og þvagfærasteinar: Vatnslosandi áhrif sellerísafa hjálpa til við að brjóta niður og losa líkamann við gall- og þvagfærasteina.

Smá viðvörun
Sellerí er svo safamikil planta að hún framleiðir sína eigin skordýravörn sem ver hana gegn sveppum. Efnið kallast psoralens og þótt það verji selleríið vel er ekki víst það henti öllu fólki. Fáir þú húðútbrot eftir neyslu á sellerí, gætir þú verið með ofnæmi fyrir þessu efni.

Heimildir:  http://www.juicing-for-health.com/health-benefits-of-celery.html