Guðrún Bergmann - haus
10. ágúst 2013

Örlætið er öllum til góðs

ah-2012-104_litil.jpgÞað styttist í Reykjavíkur-maraþonið. Margir hlauparar hafa tekið sig saman og hlaupa fyrir ákveðin málefni eða góðgerðarsamtök. Rannsóknir á sjúkdómum krefjast fjármagns. Aðstoð við fjölskyldur og sjúklinga sem eru að takast á við sjaldgæfa sjúkdóma krefjast fjármagns. Þekking og reynsla skilar sér til þeirra sem hugsanlega þurfa einhvern tímann í framtíðinni á stuðningi að halda.

Við þurfum í raun ekki að þekkja neinn sem er að takast á við þessa sjúkdóma eða aðstæður til að sýna örlæti okkar. Eina sem við þurfum að gera er að ákveða að styðja gott málefni.

Það fylgir því góða tilfinning að deila hluta af því sem við höfum með öðrum. Það sem við höfum þarf ekki að vera mikið, enda er allur stuðningur vel metinn hvort sem hann er 500 krónur,  50.000 krónur eða ennþá stærri.

Aðalmálið er að örlætið skilar sér alltaf til baka til þess sem opnar hjarta sitt og sýnir það.

Hægt er að velja málefni til að styðja inni á www.marathon.is

Meðfylgjandi mynd er af þeirri vefsíðu.