Gušrśn Bergmann - haus
6. aprķl 2014

Breyttar ašstęšur

photo-9.jpgErlendur samstarfsfélagi minn er ķ sinni fyrstu heimsókn į Ķslandi og ég įkvaš aš sżna honum smį af landinu. Stefnan var tekin aš Gullfoss og Geysi ķ gęr. Žetta er ķ fyrsta sinn sem ég greiši ašgangseyri aš Geysi og ég įkvaš aš geyma mišann til minningar. Ég hef nefnilega veriš ötull talsmašur žess, allt frį žvķ ég fór aš starfa ķ feršažjónustu įriš 1996, aš viš ęttum aš taka gjald viš helstu feršamannastaši okkar til aš geta fjįrmagnaš framkvęmdir og uppbyggingu žar. Ég hef feršast mjög vķša og man ekki eftir aš hafa komiš ķ nokkuš land žar sem ég greiddi ekki ašgang t.d. aš žjóšgarši.

Inni į veitingastašnum ķ žjónustumišstöšinni skošaši ég teikningar sem sżna tillögur aš uppbyggingu į svęšinu ķ kringum Geysi. Ljóst er aš landeigendur vilja bęta ašstöšu feršamanna mjög mikiš į svęšinu og žęr tillögur aš breytingum sem hanga uppi eru mjög flottar.

Ķ gęr rifjašist upp fyrir mér aš ég var žarna į ferš um sama svęši, į sama tķma įrs, fyrir um 30 įrum. Žį var žar ENGINN feršamašur fyrir utan mig og samferšamenn mķna. Engin kaffi- og veitingahśs voru opin og ég žurfti aš śtbśa nesti fyrir alla ķ feršinni įšur en lagt var af staš. Ķ gęr var į bįšum stöšum mikill mannfjöldi ķ ótal einkabķlum, sérśtbśnum fjallabķlum og mörgum rśtum. Allt žetta fólk hafši gott ašgengi aš salernum og veitingažjónustu. Žaš gat lķka keypt sér minjagripi ķ verslunum į bįšum stöšun, en öll žessi žjónusta skiptir miklu mįli, ekki bara fyrir feršamanninn, heldur lķka fyrir efnahag landins og hag žeirra sem į feršamannasvęšum bśa.

Viš veršum aš sętta okkur viš žį stašreynd aš ašsókn aš feršamannastöšum okkar hefur margfaldast og žótt żmsar ašstęšur til aš taka į móti feršamönnum hafi batnaš, žarf aš gera mun betur ef duga skal. Žeir peningar sem koma frį rķkissjóši til uppbyggingar feršamannastaša hafa ķ gegnum tķšina veriš afar takmarkašir og žvķ ljóst aš ef vernda į landiš og bęta jafnframt ašstöšu feršamanna til aš njóta gęša žess, žarf aukiš fjįrmagn aš koma til. Žaš kemur mešal annars ķ gegnum gjaldtöku.

Göngum vel um landiš okkar ķ GRĘNUM APRĶL og kennum erlendum feršamönnum aš gera slķkt hiš sama. Žaš var of mikiš rusl į vķšavangi viš Gullfoss.