Guðrún Bergmann - haus
Þú ert hér: Guðrún Bergmann > Ekkert BPA
11. apríl 2014

Ekkert BPA

photo.jpgOft gerum við okkur ekki grein fyrir því að vörur sem við erum daglega með í notkun kunni að innihalda efni sem eru skaðlega fyrir heilsu okkar. Eiginlega er það ekki fyrr en við sjáum merkingar á vörunum sem segja "ekkert þetta eða hitt" að við förum að velta fyrir okkur, hvað hafi verið í þeim sem gæti  hafa skaðað heilsu okkar.

BPA stendur fyrir bisphenol A og er iðnaðarefni sem notað hefur verið við framleiðslu á ákveðunum plastefnum og kvoðum allt frá því um 1960. BPA er bæði í polycarbonate plasti og í epoxy-kvoðu. Polycarbonate plast er oft notað í ílát sem ætluð eru fyrir matvæli og drykkjarvörur, svo sem vatnsflöskur. Epoxy-kvoða er notuð til að búa til filmu innan á vörur úr málmi, eins og til dæmis niðursuðudósir og flöskutappa.

Á vef Mayo Clinc kemur fram að ýmsar rannsóknir sýni að BPA geti lekið út í matvæli og drykki og haft skaðlegum áhrif á heilsuna, meðal annars á heilann, hegðun og á blöðruhálskirtil hjá fóstrum og nýfæddum börnum.

Þar sem ég hef í nokkur ár vitað um skaðsemi BPA fylgist ég alltaf vel með ef ég sé "BPA Free" merkingar á vörum, sem reyndar mætti vera meira um. Á grænu vaktinni í vikunni tók ég því strax eftir grænni vatnsflösku (grænt grípur alltaf auga mitt) sem merkt var þannig, en á miðanum kemur líka fram að í henni séu engin þalöt og engir þungmálmar. Hún hefur líka enn einn kostinn, því á henni er teljari svo hægt er að fylgjast með hversu margar flöskur af vatni maður drekkur á dag.

Á sama stað fann ég "foodbag", nokkurs konar poka undir samlokur og annað matarkyns, hannaðan af Norðmönnum sem alltaf eru með nesti með sér. Nestispokinn er framleiddur úr 100% fæðuöruggu sílikóni. Hann er líka án BPA og má bæði setja hann í örbylgjuofn til að hita upp matinn í honum og í uppþvottavél.

Heimildir: Mayo Clinc vefsíðan
Neytendaupplýsingar: Vatnsflaska og nestispoki fást hjá Eirberg
Meira um umhverfisátakið GRÆNAN APRÍL hér.