Guđrún Bergmann - haus
2. ágúst 2014

Sólin og háriđ

Allir vita ađ sólin getur valdiđ skađa á húđfrumum okkar og hrađađ öldrunarferlinu og jafnvel valdiđ húđkrabbameini. Hins vegar gera ekki allir sér grein fyrir ađ ţađ ţarf líka ađ vernda háriđ fyrir sólinni. Sólarskemmdir á hárinu koma fram í upplitun á hárinu, ţurrki í hárleggnum og klofnum endum. Ljósbylgjum sólarinnar er skipt í ţrjá flokka eftir styrkleika ţeirra. Flokkarnir eru UVA, UVB og UVC.

UVA eđa útfjólubláir A - Ţetta eru sterkustu og geislavirkustu geislar sólarinnar. Útfjólubláir A geislar hafa lengstu bylgjulengdina og ţeir geta truflađ trefjalíkar frumurnar sem gefa hárinu styrk sinn og sveigjanleika. Ţeir geta líka skemmt litarefniđ sem rćđur náttúrulegum háralit og brennt ytra lag hársins, sem veldur ţví ađ háriđ verđur líflaust, stökkt og ţurrt. UVA geislar geta líka brennt hársvörđinn, en slćmur sólbruni á hársverđi getur jafnvel leitt til hárloss.

UVB eđa útfjólubláir B - Ţetta eru ósýnilegu geislarnir sem geta líka fariđ djúpt inn í miđju hársins og skemmt trefjar hársins. Ţeir geta líka eyđilegt ytra lag hársins. UVB geislar geta auđveldlega ţurrkađ háriđ og leitt til ţess ađ náttúrulegir litir og hárlitunarlitir dofni.

UVC - útfjólubláir C - Ţessir geislar eru skađlegastir, en ţeir ná ekki til okkar vegna ósonlagsins, sem verndar okkur.

Hvađ er til ráđa?

Best er hugsanlega ađ nota höfuđfat og verja ţannig háriđ. En ţeir sem ekki gera ţađ og eru til dćmis í sól allan daginn geta valiđ nokkrar leiđir til ađ verja háriđ. Hćgt er ađ setja hárnćringu í háriđ eftir ţvott ađ morgni og skola hana ekki úr fyrr en í lok dags. Svo er líka hćgt ađ nota hárnćringu eins og til dćmis Repair & Care Hair Serum frá Lavera, en hana má bćđi setja í rakt hár eftir ţvott og eins í ţurrt hár.

Djúpnćringar virka einnig vel, en ţá gjarnan eftir sólarfrí eđa útiveru í mikilli sól og sumir nota kókosolíu og setja hana í háriđ ađ kvöldi til, vefja túrban um háriđ og skola hana úr nćsta morgun.

Heimildir og frekari upplýsingar HÉR.