Guðrún Bergmann - haus
26. september 2014

Þegar við ljúgum að okkur sjálfum

lisa_nichols_-_rb_019_1246824.jpgHversu oft á dag heldurðu að þú sért að ljúga að þér? Getur verið að það sé oftar en þig grunar? Lygarnir eru oft bara lítilfjörlegir, en þær geta samt verið að halda aftur af þér og þeim lífsgæðum sem þú vilt njóta. Lygarnir geta verið litlar setningar eins og:

  • Ég get þetta ekki.
  • Ég á aldrei pening.
  • Ég kemst ekki út að ganga/eða í ræktina.
  • Ég er alltaf svo óheppin.

Hvað myndi gerast ef þú myndir þurrka þessar lygar út úr lífi þínu? Heldurðu að því fylgdu jákvæðar breytingar. Ég hef fylgst vel með Lisa Nichols allt frá því ég hlustaði fyrst á hana halda fyrirlestur á ráðstefnu sem ég sótti árið 2008. Margir kannast við hana úr myndinni The Secret, en Lisa kennir einfalda aðferð til að eyða þessum lygum út og setja inn nýjar hugsanir, sem styrkja þig í því sem þú ert að gera.

Hún leggur til að þú skrifir þær lygar sem þú segir þér í kringum fjármál, ástarmál, samskipti við fjölskyldu, andlega þáttinn í lífinu þínu og heilsun niður á blað með blýanti. Hafðu svona fjórar línur á milli, þar til þú skrifar niður næstu lygi. Í bilið skrifar þú svo með rauðu bleki þann sannleika sem þú vilt njóta, eins og:

  • Ég get allt sem ég tek mér fyrir hendur.
  • Ég afla góðra tekna og fer vel með peningana mína.
  • Ég fer daglega út að ganga /eða í ræktina.
  • Ég nýt velgengni í lífinu.

Svo lestu báðar setningarnar yfir svona fjórum til fimm sinnum. Síðan strikarðu með strokleðri út neikvæðu setninguna sem þú skrifaðir með blýanti og lest þá sem þú skrifaðir með rauða blekinu fimm sinnum yfir. Hún er nú þinn sannleikur.

Myndin er tekin á ráðstefnu í Dallas árið 2009.