Guðrún Bergmann - haus
6. október 2014

Tólf tíma glugginn

Í CLEAN detox prógramminu er mikilvægt að gefa líkamanum nægilegan tíma til að vinna úr matnum og losa sig við úrgangsefni. Ef við ímyndum okkur að líkaminn sé eins og borg, þarf hann líkt og borg gerir fjárhagsáætlun, að gera sér orkuáætlun. Dagleg orka hvers líkama er takmörkuð, svo líkaminn þarf stöðugt að vega og meta hvernig best sé að dreifa henni.

Sé meltingin tekin sem dæmi, er hún eitt af orkufrekustu athöfnum líkamans (þið munið svefnhöfgina sem sveif á ykkur eftir jólamatinn í fyrra?). Ef líkaminn er stöðugt að melta mat á meðan á hreinsiferlinu stendur, kemst hann aldrei í þá djúpu hreinsunarvinnu sem nauðsynleg er. Því leggur hjartalæknirinn Alejandro Junger til að hafður sé tólf tíma gluggi milli mála.

Eftir kvöldbústið, þarf að mynda þennan tólf tíma glugga fram að morgunbústinu. Sé kvöldbústsins neytt klukka sjö að kvöldi, ætti morgunbústsins að vera neytt klukkan sjö að morgni eða síðar.  Ástæðan er sú að líkaminn sendir út merki um "djúphreinsun" um það bil átta tímum eftir síðustu máltíð, því þá er meltingunni lokið. Þegar "djúphreinsunarferlið" hefst þarf líkaminn fjórar klukkustundir til ljúka því.

Sé verið að borða langt fram á kvöld og byrja svo snemma morguns að borða á ný fær líkaminn aldrei tækifæri til að hreinsa sig almennilega.

Meðan á CLEAN detoxinu stendur má borða flestallt grænmeti, grænt blaðgrænmeti, brún grjón og glútenlaust kornmeti, stevia, baunir og linsur, grænt te og yerba mate, ferskan fisk, lífrænt ræktaðan kjúkling og kalkúna, hnetur, fræ og hnetusmjör, avókadó og kókos, heila ávexti og ber.

Það sem þarf að forðast er öll mjólkurvara, glúten, unninn sykur, sojavörur, kaffi, gosdrykkir, áfengi, nautakjöt, svínakjöt, maís, tómatar, eggaldin, paprika, kartöflur, sætar kartöflur, bananar, jarðarber, appelsínur og vínber.