Guđrún Bergmann - haus
8. október 2014

Litla Gula Hćnan međ mangó

img_6134.jpgDagur átta í HREIN detoxinu rann upp í morgun og ég ákvađ ađ máltíđ dagsins skyldi vera úr kjúklingi. Rétturinn er fyrir tvo, en ţar sem ég er ein geymdi ég bara helming hans og nota í hádegismat á morgun. Ég notađi bringur frá Litlu Gulu Hćnunni, sem fást í Lifandi markađi og uppskriftin er svona:

  • 1/3 bolli villt hrísgrjón - fann ţau í Kosti
  • ˝ bolli brún jasmín hrísgrjón
  • kókosolía til eldunar (nota Biona)
  • 2 litlar bein- og skinnlausar kjúklingabringur, skornar í ferninga
  • 1 lítill laukur, smátt saxađur
  • ˝ mangó, skoriđ í ferninga (ég notađi reyndar heilt mangó)
  • safi úr hálfri sítrónu
  • 1 matskeiđ lífrćnt hrísgrjónaedik frá Sanchi
  • 1 matskeiđ kókossykur (fćst í heilsubúđum)
  • salt og pipar eftir smekk
  • góđ klípa af sterkum piparflögum
  • ź bolli fersk steinselja, smátt söxuđ

Leiđbeiningar:
Látiđ grjónin liggja í bleyti í köldu vatni í a.m.k. klukkustund fyrir suđu. Skoliđ ţau síđan međ ţví ađ hella ţeim í sigti og láta vatn renna yfir ţau smá stund. Setjiđ grjónin í pott ásamt 2 bollum af köldu vatni og ˝ teskeiđ af salti. Látiđ suđuna koma upp, lćkkiđ hitann og látiđ sjóđa í u.ţ.b. 50 mínútur eđa ţar til allt vatniđ er sođiđ upp.

Ţegar suđutíminn er rétt hálfnađur er gott ađ byrja ađ skera bringurnar í litla bita. Hitiđ pönnu á miđlungshita og brćđiđ kókosolíu á henni. Ţegar olían er orđin heit, setjiđ ţá kjúklingabitana á pönnuna, kryddiđ međ salti og pipar og steikiđ ţá á annarri hliđ í 5 mínútur og snúiđ svo til ađ steikja hina hliđina. Bćtiđ lauk út á pönnuna og látiđ steikjast í 2-3 mínútur eđa ţar til hann er ađeins brúnn. Bćtiđ ţá magnó, sítrónusafa, ediki, sterkum piparflögum og kókóssykrinum. Bćtiđ hrísgrjónum í blönduna á pönnunni, svo og saxađri steinselju. Beriđ strax fram.

Orkurík sem aldrei fyrr
Líkamleg líđan er góđ og ég held áfram ađ vera í orkukasti, enda ţótt ráđlagt sé ađ taka ţví ađeins rólega í HREIN detoxinu. Hef ţó vissar hömlur á mér og allt gengur vel. Húđin í andlitinu er mun ţéttari en hún var viđ upphaf afeitrunarferlisins, augnhrukkur mun grynnri og ég finn hvernig rennur af lćrunum á mér. Allir verkir í handlegg horfnir og höfuđverkurinn sömuleiđis, en annađ slagiđ kemur mikiđ slím úr ennis- og kinnholum. HREIN kúrinn er sem sagt ađ virka á fullu.