Guđrún Bergmann - haus
9. október 2014

Frosinn hvítlaukur

ra-foods-garlic-400x400_1247783.jpgÉg er á níunda degi í HREIN detox-kúrnum mínum og verđ ađ segja ađ ţetta er einhver auđveldasti hreinsikúr sem ég hef fariđ í. Ég finn nánast aldrei fyrir svengd og ef sú tilfinning kemur upp, skođa ég hvort um sé ađ rćđa vana eđa hvort kalt vatn slökkvi á henni. Oft gerir vatniđ ţađ, enda tala margir um ađ viđ misskiljum oft ţorstatilfinningu sem svengd.

Ég var vöknuđ klukkan sex í morgun og borđađi ekkert fyrr en um áttaleytiđ til ađ halda 12 tíma glugganum frá kvöldverđi (búst) í gćr til morgunverđar (búst) í morgun matarlausum. Hins vegar svarađi ég ţorsta líkamans međ ţví ađ drekka rúmlega 1 ˝ lítra af vatni áđur en ađ morgunverđi kom.

Ţrjár máltíđir á dag virđast alveg vera máliđ, ţví ég var á fullu frá klukkan sex og fram til hádegis, til ađ ná ađ ljúka ákveđnu verkefni sem ég var međ tímamörk á - og fann ekki augnablik fyrir ţreytu, ţótt verkefniđ reyndi verulega á líkamlega.

Ég hef veriđ ađ bćta hvítlauk í bústiđ og matinn hjá mér, ţví ég rak allt í einu augun í ađ Dr. Alejandro Junger, höfundur bókarinnar leggur til ađ mađur borđi a.m.k. eitt rif á dag vegna bakteríudrepandi áhrifa hvítlauskins og ég hef ekki alveg veriđ ađ fara eftir ţví.

Mér finnst hins vegar hvítlaukurinn oft eyđileggjast hjá mér ef ég kaupi nokkra í einu, svo nú brá ég á ţađ ráđ ađ taka allan pokann, skipta laukunum upp í rif, afhýđa hvert ţeirra og setja í plastpoka sem ég setti svo í frysti. Nú á ég frosin hvítlauksrif í ísskápnum, líkt og ég á frosin ber og spínat, ţví ţegar spínatiđ nálgast síđasta söludag skelli ég ţví bara í frysti. Og allt blandast ţetta vel saman í nýja NutriBullet blandaranum mínum.