Guðrún Bergmann - haus
13. október 2014

Kvikasilfur, arsenik og ál í líkamanum

Ég hitti eina vinkonu mína um daginn og sagði henni að ég væri í HREIN detox-kúrnum. Hún spurði hvers vegna og ég svarði að ég vildi meðal annars sjá hvort mér tækist að losna við þungmálma úr líkamanum og koma jafnvægi á skjaldkirtilinn minn með því að hreinsa lifrina. Hún vildi vita hvernig fólk fengi þungmálma í líkamann og ég gat upplýst hana um nokkrar leiðir, en þegar ég las listann í CLEAN bókinni eftir hjartalækninn Alejandro Junger, sá ég að aðkomuleiðirnar í líkama okkar eru mun fleiri en ég taldi upp. Helstu þungmálmar sem finnst í líkama okkar eru ál, kadmíum, blý, kvikasilfur og arsenik. Þungmálmamengun í líkamanum er ekki ný af nálinni. Á blómatíma Rómarveldis dóu margir úr blýeitrun, því þar voru notaðir matardiskar úr blýi.

Ég held að enginn nútímamaður sleppi við að komast í snertingu við þungmálam á lífsleiðinni, en til nánari skýringar ákvað ég að þýða listana úr bókinni hans Jungers og birti þá hér.

Við fáum ál í líkamann eftir þessum leiðum: Eldunaráhöldum úr áli - lyftidufti - ákveðnum tegundum af magasýrulyfjum - svitalyktareyði - áldósum (gos) - drykkjarvatni (erlendis væntanlega) - mjólk og mjólkurvörum (mengun úr vinnsluvélum) - súrsuðum mat - nefúða - tannkremi - leirmunum (AL203 leir) - tannfyllingum úr kvikasilfursblöndu (amalgam) - sígarettufilterum - tóbaksreyk - útblæsti bíla - skordýraeitri (blandast fæðunni á framleiðslustigi) - aukaefnum í litum - vanilludufti - saumum með græðsluefni (lækningar) og rottueitri.

Við fáum kadmíum í líkamann eftir þessum leiðum: Drykkjarvatni - vatni úr galvaniseruðum leiðslum - gosdrykkjum - hvítu hveiti - þurrmjólk í dósum - unninni matvöru - ostrum - sígarettureyk - tóbaksvörum - fosfóráburði (landbúnaðarvörum) - tannlæknaverkfærum - gljáa á leirmunum - litarefni í málningu - málmhúðun - rafhúðun - silfurfægilög (var alltaf látin pússa silfrið heima hjá mér þegar ég var lítil, án hanska) - Polyvinyl eða PVC plastefni - gúmmíundirlagi á gólfteppum - rafhlöðum með nikkel-kadmíum blöndu og ryðverjandi efnum.

Við fáum blý í líkamann eftir þessum leiðum: Útblæstri bíla þótt minna sér eftir að blýlaust bensín kom - húsamálningu með blýi - drykkjarvatni úr vatnsleiðslum með blýi - grænmeti úr menguðum jarðvegi - niðursoðnum ávöxtum og söfum - þurrmjólk í dósum - mjólk úr kúm sem bíta gras úr menguðum jarðvegi (tilbúinn áburður) - beinamjöli - blýi/arseniki í meindýraeitri (notað í landbúnaði) - blýtöppum á vínflöskum - regnvatni og snjó - leirmunum og máluðum glermunum - blýöntum - tannkremi og prentsvertu - litaprentun (t.d. Kínaprentun) - mataráhöldum - kítti og á skotæfingarsvæðum.

Við fáum kvikasilfur í líkamann eftir þessum leiðum: Tannfyllingum úr kvikasilfursblöndu (amalgam) - brotnum hitamælum eða loftvogum - korntegundum sem meðhöndlaðar eru með metýl-kvikasilfurs-sveppaeitri - ránfiskum úr sjó og fiskum úr sumum stöðuvötnum - kvikasilfursklóríði - talkúmi og laxerandi efnum - snyrtivörum (Edda Björgvins hélt m.a. fyrirlestur um eiturefni í snyrtivörum við upphaf GRÆNS APRÍL árið 2011) - málningu sem blönduð er latexi eða leysiefnum - endaþarmsstílum við gyllinæð - mýkingarefni fyrir þvott - gólfbóni - síum fyrir loftkælingar - viðarvarnarefnum - sveppaeyðiefnum fyrir grasflatir - ákveðnum rafhlöðum - sútunarefnum fyrir leður - límefni - kremum sem lýsa húðina - sóríasisáburði - tattóveringu og skólpleðju sem notuð er sem áburður.

Við fáum arsenik í líkamann eftir þessum leiðum: Rottueitur (megnar jarðveg sem ræktað er í) - leifar af skordýraeitri á ávöxtum og grænmeti - drykkjarvatni, brunnvatni og sjó - útblæstri frá bílum - léttvíni - hreinsiefnum á heimilinu - lituðum krítarlitum - skólpúrgangi - viðarvarnarefnum - litarefnum í veggfóðri og gifsi og stundum í augnskuggum.