Guðrún Bergmann - haus
14. október 2014

Þær frægu nota HREIN detox-kúrinn

gwynethpaltrowbyandrearaffin2011.jpgÁ vefsvæðinu www.my.cleanprogram.com er hægt að skrá sig inn þegar maður fer í HREIN detox-kúrinn, deila reynslu sinni og fá styrk og ráð frá öðrum sem eru þar, auk þess sem þeir luma oft á góðum uppskriftum. Þarna inni á vefsvæðinu og á CLEAN Facebook síðunni eru meira en 50.000 manns á öllum aldri. Sú elsta sem ég las póst frá er rúmlega áttræð.

Þekktir og frægir einstaklingar bæði á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna hafa notað HREIN detox-kúrinn. Má þar nefna leikkonuna Gwyneth Paltrow, sem kynnti hann vel á vefsíðu sinni www.goop.com, rithöfundinn Marianne Williamson og tískudrottninguna Donnu Karan. Allar gefa þær HREIN detox-kúrnum góð ummæli og tala sérstaklega um það hversu góð húðin hjá þeim er að honum loknum.

Mér telst svo til að ég sé komin 2/3 hluta leiðar að markmiði mínu, það er að vera í tuttugu og einn dag á HREIN kúrnum. Ég fann fyrir smá eirðarleysi í stuttan tíma í dag og varð þá skyndilega "svöng" en þegar ég skoðaði málið nánar, var það bara gervisvengd sem hvarf um leið og ég fékk mér vatn að drekka.

Með stuttum fyrirvara kom í dag upp fundur sem ég þurfti að mæta á og því flutti ég hádegismáltíðina yfir á kvöldið. Morgunmaturinn var 4 dl af grænum djús og hádegismaturinn búst með bláberjum, hindberjum og brómberjum, auk ýmiss annars góðgætis. Kvöldmaturinn var hrísgrjóna- og linsubaunabuff með ofnbökuðum rauðrófum og salati. Síðdegis fékk ég mér eitt lífrænt ræktað epli.

Mér finnst salatsósan æði, kannski af því ég elska sinnep. Ég geri góðan skammt af henni og geymi í ísskápnum, en uppskriftin er svona:

  • ½ bolli ólífuolía, ½ bolli hörfræsolía - eða 1 bolli ólífuolía
  • 6 matskeiðar nýpressaður sítrónusafi
  • 3 marin hvítlauksrif
  • 2 teskeiðar þurrkuð ítölsk jurtablanda (oregano, basilíkum, timían)
  • 2 teskeiðar laukduft
  • ½-1 teskeið stevia
  • 1 teskeið sjávarsalt
  • ¼ teskeið ósætt sinnep (gott frá Biona)
  • örlítið af cayenne pipar (átti hann ekki til svo hann var ekki með)

Setti allt í litla glasið á NutriBullet blandaranum og blandaði vel saman. Geymist í viku í glerkrukku í ísskápnum.

Myndin af Gwyneth er fengin af vefnum