Guðrún Bergmann - haus
16. október 2014

Eiturefnablandan

Eitt af því sem ég er að gera með HREIN detox-kúrnum er að losa líkamann við eiturefni og sjá hvort hægt sé að koma skjaldkirtlinum hjá mér í lag aftur. Hann hefur verið dæmdur vanvirkur, en það gerist meðal annars þegar vantar joð í líkamann. Nú þegar ég er sest við formlegar þýðingar á HREIN bókinni get ég ekki annað en deilt áhrifamiklum upplýsingum úr henni sem snúa beint að mínu eigin heilsufarsvandamáli og væntanlega margra annarra kvenna. Í dag var ég að þýða kafla þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:

"Við erum rétt að byrja að skilja hvernig þau fjölmörgu eiturefni sem hafa nú þegar blandast saman í líkömum okkar, breyta og gera ýmsar tilfærslur á innra umhverfi hans. Eitt af grundvallarviðbrögðum hans ætti að hringja bjöllum hjá okkur, því við vitum að flúor, kemíska efnið sem sett er í tannkrem og drykkjarvatn víða um heim, eyðir í raun upp öllum birgðum líkamans af hinu nauðsynlega næringarefni joði.  Ýmsir sem stunda rannsóknir koma reglulega fram með nýjar upplýsingar um það hvernig blanda af mörgum tegundum skordýraeiturs, sem sameinast í ám og vötnum, er mun lífshættulegri froskum og fiskum, en einn skammtur af einu skordýraeitri, einn og sér, gæti nokkurn tímann verið. Frekari staðreyndir koma fram daglega um það hvernig líkaminn bregst við skaðlegum kemískum efnum á þúsund mismunandi vegu samtímis."

Mörg ár eru síðan ég hætti að nota tannkrem með flúor, en ég hef endrum og sinnum látið undan þrýstingi tannlæknisins míns um að setja flúor á tennurnar á mér. Kannski eru fyrri birgðir af flúor ein af ástæðum vanvirkninnar?

Nýlega ræddi ég við lækni sem sagði að vanvirkni í skjaldkirtli hjá konum væri eins og faraldur. Væntanlega þjást allar þessar konur af joðskorti? Ég geri það svo sannarlega, en vonast til að þær aðferðir sem ég er að beita í HREIN kúrnum getið hjálpað mér að örva starfssemi hans.