Guðrún Bergmann - haus
17. október 2014

Tvöfaldur vatn

Pistillinn í dag er aðeins í seinna lagi á birtast á vef mbl.is þar sem ég varði kvöldinu með skemmtilegum og hressum Kiwanis konum. Þar var hlutverk mitt að halda stuttan fyrirlestur um, getið þið hvað? Auðvitað heilsumál og hvernig við getum verið ung á öllum aldri. Og þegar ég tala um á öllum aldri, þá er ég auðvitað að vísa til þess að við þurfum sem fyrst að byrja að taka ábyrgð á eigin líkama, svo hann endist sem lengst og best og við njótum sem bestra lífsgæða á meðan við erum hér á jörðu.

Nú er sautjándi dagur í HREIN detox-kúrnum senn á enda. Það dásamlega er hversu vel mér líður. Jafnvægi virðist komið á lagfæringar líkamans og ég finn hvorki verki í hægri né vinstri hlið hans. Kiwanis konur buðu upp á alls konar létta rétti, konfekt og kökur sem skolað var niður með léttvíni eða gosdrykkjum. Það truflaði mig ekkert og ég sötraði ánægð mitt tvöfalda vatn í vatni.

Þótt ég sé vel vakandi yfir því að taka inn allt sem fylgir HREIN detox-kúrnum, hafði ég í einhverju tiltektaræði fyrir nokkrum dögum sett Triphala trefjatöflurnar inn í skáp. Þar sem ég hafði ekki haft þær fyrir framan mig á borðinu þar sem hin bætiefnin eru hafði ég steingleymt þeim. Nú eru þær aftur komnar í kerfið og ég búin að taka minn dagskammt.

Held hress áfram með prógrammið næstu daga...