Guđrún Bergmann - haus
Ţú ert hér: Guđrún Bergmann > Jólasósan
21. desember 2014

Jólasósan

Ég fékk nýjan skilning á ţví hvađ telst vera jólasósa nú fyrir skömmu ţegar ég var í IKEA međ sonardóttur minni. Eftir ađ hafa leikiđ sér í boltalandi og fengiđ mjúkdýr, sem héđan í frá heitir Magga prinsessubangsi, varđ litla daman svöng. Viđ héldum ţví á veitingastađinn og ég hélt ég vćri ađ fara ađ kaupa handa henni kökusneiđ og djús, en aldeilis ekki.

“Ég vil svona kjöt međ jólasósu,” sagđi hún og benti á mynd af hangikjöti međ hvítum jafningi á auglýsingaskiltinu. “Ertu viss um ađ ţú viljir ekki frekar köku?” spurđi ég og velti fyrir mér hvernig jólasósan myndi fara í maga lítillar stelpu klukkan rúmlega fjögur á eftirmiđdegi. Nei, jólasósa skyldi ţađ vera og hún borđađi hangikjötiđ af bestu lyst, međ kartöflum, baunum og rauđkáli međan amman sötrađi gulrótarsafa.

Vćntanlega verđa margir međ svona jólasósu og ýmsar ađrar jólasósur á bođstólnum um jólahátíđina. Ţeir sem eru međ mjólkuróţol standa hins vegar frammi fyrir ţeim vanda hvađ á ađ nota í jólasósurnar til ađ bragđbćta ţćr í stađinn fyrir til dćmis rjóma. Ef ég gerđi svona jólasósujafning, sem ég geri ekki, myndi ég nota hrísgrjónamjólk. Ţegar kemur hins vegar ađ sósunum međ kjötmetinu nota ég möndlurjóma frá EcoMil, sem er frábćr lausn og gerir sósurnar dásamlega bragđgóđar. EcoMil möndlurjóminn er án soja, laktósa og mjólkurprótína og sćttur međ agave sírópi. Hann er ađ finna í flestum heilsuvöruverslunum og mörgum stórmörkuđum og mun pottţétt slá í gegn í mínum sósum ţessi jólin.