Guðrún Bergmann - haus
27. janúar 2015

Topp fimm hjá mér

Ég hef stundum sagt í gríni að ef ég eigi einhvern tímann eftir að óverdósa á einhverju, þá verði það bætiefni. En hvort sem það tengist líkamsgerð minni, skaphöfn eða einhverju öðru, hef ég komist að raun um að ég þarf að bæta mataræði mitt daglega með ákveðnum vítamínum og steinefnum, svo mér líði vel og líkaminn sé í sínu besta formi. Stundum tek ég kúra af ákveðnum bætiefnum í svona 3-4 mánuði en í grunninn eru það alltaf fimm bætiefni sem ég tek daglega.

1-Spektro frá Solaray, sem er alhliða bætiefni með öllum þeim helstu vítamínum og steinefnum sem líkaminn þarf á að halda, meira að segja kopar, krómi og seleníum.

2-Super Omega 3-7-9+D3, en þessar omega olíur eru unnar úr laxaolíu, hafþyrni og jómfrúar ólífuolíu. Ég hef lengi vitað að Omega olíur hafa góð áhrif á slímhúðina í líkamanum og hafði tekið þær inn í öðru formi, en fann fyrir sérstakri vellíðan eftir að ég fór að taka inn Super Omega fyrir um 3 árum síðan. Það var samt ekki fyrr en um 3 mánuðum eftir að ég byrjaði að nota hylkin, sem ég merkti þau áhrif sem ég þakka mest fyrir. Ég fór í laser aðgerð með augun árið 2006 og hafði síðan þá þurft að nota augndropa daglega vegna þurrks í augun, en skynjaði svo allt í einu þarna 3 mánuðum eftir að ég fór að taka Super Omega að ég var hætt að nota þá – og hef ekki þurft að nota þá síðan.

3 og 4-Bio Citrate Magnesium og Bio Citrate Zink frá Solaray, sem ég tek daglega inn, stundum tvö- til þrefaldan skammt á dag ef ég er undir miklu álagi í vinnunni. Ég hef skrifað ótal greinar um áhrif magnesíums á líkamann og held áfram að safna upplýsingum um þetta mikilvæga steinefni. Í bók sinni HREINT MATARÆÐI segir hjartalælknirinn Alejandro Junger m.a. “Bólga er undirliggjandi orsökin sem virðist valda uppsöfnun kólesteróls í slagæðum og blóðtöppum í framhaldinu, sem síðan valda hjartaáföllum. Hreint mataræði tekur á upptökum bólgunnar og það eru því hjartaæðasjúkdómar sem græða mest á þessari nálgun, að borða minna af mat sem skaðar æðarnar, hreinsa burt homocystein og þvagsýru og leiðrétta magnesíumskort. Skortur á þessu steinefni veldur ekki bara hækkuðum blóðþrýstingi, sem leiðir til hjartasjúkdóma, heldur veldur óstöðugleika í taugakerfi. Kvíða- og streituþröskuldur lækkar sem aftur hefur í för með sér bólgur sem veldur kölkun í slagæðum.”

5-Q-10 Ultra ubiquinol með Gula miðanum, því Q-10 er gott fyrr hjartað. Það eykur súrefnisupptöku frumna um allan líkamann og stuðlar að endurnýjun þeirra. Báðir foreldrar mínir voru með hjartavandamál, svo ég þarf að hafa það í huga, því erfðir geta oft haft meiri áhrif á heilsuna en maður gerir sér almennt grein fyrir.

Ein af greinum mínum um magnesíum:

Magnesíum er allaf mikilvægt