Guðrún Bergmann - haus
2. apríl 2015

Getum við verið grænni?

graennapril-profilemynd-01.jpgAprílmánuður er runninn upp og þar með rennur umhverfisvitundarátakið GRÆNN APRÍL enn á ný af stað, nú í fimmta sinn. Það er svo sem ekki með neinum lúðrablæðsti, þar sem við sem að honum stöndum höfum haft lítinn tíma til að skipuleggja hann vegna annarra verkefna. Ég hef verið í forsvari fyrir þessu verkefni í fjögur ár, en nú hefur Þuríður Helga Kristjánsdóttir tekið verkefnisstjórnina að sér. Ég held þó áfram að vera á hliðarlínunni.

Markmið okkar þennan mánuð er að vinna í því að fá fólk til að líta aðeins inn á við þennan mánuð og skoða hvað það getur gert heima við eða á vinnustaðnum til að vera grænni. Það má gera með því að draga úr orkueyðslu og ýmiskonar annarri óþarfa eyðslu, sem leggur aukið álag á auðlindir jarðar og kostar okkur oft peninga, sem við myndum kannski vilja verja til annarra hluta.

Nú þegar vorar og dagana lengir er til dæmis hægt að spara heilmikið rafmagn á ársgrundvelli með því einu að taka úr sambandi borðlampa og standlampa, sem enginn notar yfir sumartímann. Þessi raftæki draga nefnilega til sín rafmagn þótt ekki sé kveikt á þeim. Sparnaðurinn safnast saman í þessu tilviku eins og svo mörgum öðrum - og þetta er ákaflega auðveld leið til að vera grænni.