Guðrún Bergmann - haus
25. maí 2015

Húðvörur sem endurnýja frumurnar

night_repair.jpgMér finnst alveg stórkostlegt þegar tækni, sem hingað til hefur einungis verið aðgengileg fáum er orðin aðgengileg hverjum sem er. Sú tækni sem ég er að vísa til er stofnfrumutækni, en hún hefur hingað til einungis verið aðgengileg fáum.

Nú vill svo til að framleiddar hafa verið húðvörur með vaxtaþáttum úr stofnfrumum, en vaxtaþátturinn gerir það að verkum að frumur húðarinnar geta gert hraðar og betur við skemmdir og endurnýjað sig. Þetta eru Luminesce húðvörurnar og í vörulínunni er að finna serum, dagkrem, næturkrem, hreinsikvoðu og body krem, sem öll eru þessum eiginleikum gædd. Hugmyndasmiðurinn á bak við þessar vörur er bandaríski lýtalæknirinn Dr. Giampapa, en hann er meðal fremstu aðila í heiminum í dag í nýtingu stofnfrumna við lækningar sínar.

Og vörurnar virka svo sannarlega vel. Það hef ég sannreynt á sjálfri mér. Ég hef verið að prófa mig áfram með kremin og notaði til að byrja með bara dagkremið frá Luminesce. Eftir tólf daga notkun tók ég eftir breytingum á sólarskemmdum, sem ég er búin að vera með í nokkur ár efst á kinnbeinunum. Önnur þeirra var alveg horfin og hin var nánast horfin. Eina skýringin sem ég hef á þessu er viðgerðarvirknin í dagkreminum. Nú er ég búin að bæta serumi og næturkremi við meðferðina og húðin í andlitinu er öll þéttari og frísklegri.

HÉR er hægt að fræðast meira um þessar framtíðarhúðvörur, sem dottið hafa inn í nútíðina, svo við getum notið þeirra.