Guðrún Bergmann - haus
19. júlí 2015

Er hægt að mæla magnesíum í blóði?

Ég birti fyrir nokkrum dögum í pistil mínum hluta úr grein sem OrganicOlivia skrifaði og ég fann á vefsíðunni Collective-Evolution.com. Greinin var of löng fyrir einn pistil, en þar sem síðasti pistill vakti bæði mikla athygli og eins margar spurningar hjá fólki, sem sendi mér ótrúlega marga pósta, m.a. um það hvort ekki væri hægt að mæla magnesíum í blóði, ákvað ég að þýða aðeins meira af henni, svo það sem á eftir fylgir er bein þýðing úr greininni:

Hvers vegna mælist magnesíumskortur ekki í blóði?
Því miður hefur hefðbundin læknisfræði ekki gert sér grein fyrir þeim fjölmörgu rannsóknum sem fram hafa farið á magnesíumskorti. Ein ástæðan þess að vestræn læknisfræði gerir sér ekki grein fyrir mikilvægi magnesíums, er mælingaraðferin á því – þ.e. í blóðprufum.

Blóðprufur gefa engar upplýsingar um magensíummagn líkamans... og hvers vegna ekki? Vegna þess að líkaminn er með mjög stífa stýringu á magnesíummagni í blóði. Ef magnið af magnesíum í blóði fellur bara örlítið, eru líkur á að þú fáir hjartaáfall. Svo einfalt er málið. Til að koma í veg fyrir slíkt, rænir líkaminn allar frumur hans, vefi og bein af magnesíum til að viðhalda jöfnu magni í blóðinu. Svo ef þú ferð í blóðprufu til að láta mæla magnesíum í blóðinu, gætu frumur líkamans verið gersamlega tómar af þessu mikilvæga efni þótt jafnvægi mældist í blóði.

Það sem verra er, er að magnesíum er í raun ekki í blóðinu, vegna þess að 99% af því magnesíum sem er í líkamanum er geymt í frumunum, sem gætu hafa verið rændar því efni, á meðan einungis 1% af því finnst í blóðinu. Svona blóðprufur eru því algjör tímasóun og veita læknum ekki upplýsingar í samræmi við þessar staðreyndir.

“Blóðvatnsrannsóknir á magnesíum eru í raun algerlega gagnslausar, vegna þess að blóðprufuniðurstöður sem sýna að það sé innan eðlilegra marka veita fólki falskt öryggi um magn þessa steinefnis í líkamanum. Þær skýra líka hvers vegna læknar koma ekki auga á magnesíumskort, því þeir álykta að magnesíummagn í blóðvatni sé rétt mæling á öllu magnesíum í líkamanum.” – Dr. Carolyn Dean, höfundur The Magnesium Miracle bókarinnar.

-----

Læt þetta duga í bili, en birti þýðingu á síðasta hluta greinarinnar hennar OrganicOlivia síðar í vikunni. Hér má fræðast um meira um skrifinn hennar.