Guðrún Bergmann - haus
29. mars 2017

Maca hin magnaða rót Inkanna

Það er alltaf spennandi að fræðast um orkugjafa náttúrunnar, en Maca rótin er ein af þeim. Hún vex víða í hálendi Suður-Ameríku, aðallega þó hátt í Andesfjöllum Perú, og hefur verið nýtt sem lækningajurt langt aftur í aldir. Hún telst vera adaptógen (þ.e. efni sem styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu), en vegna ýmissa annarra einstakra eiginleika er oft talað um hana sem eina af hinum náttúrulegum ofurfæðum heimsins. Hún er krossblómaættar, en er að umfangi og stærð lík radísum sem hún er skyld. Maca er talin sérstaklega góð fyrir hormónajafnvægi í líkamanum og margir tala líka um að hún auki orku og vellíðan.

 Ég hef ferðast nokkrum sinnum til Perú og þar er Maca selt í lausasölu eða í 1 kg pokum. Hins vegar nota ég Maca frá NOW, sem er í hylkjum. Ef ég vil bæta Maca út í hristinga er auðvelt að opna hylkin og hella innihaldinu út í þá. Það þarf hins vegar að forðast að bæta Maca duftinu út í heita drykki eða mat, því þá tapar það eiginleikum sínum.

OFURFÆÐA RÍK AF VÍTAMÍNUM
Í duftinu úr Maca rótinni er að finna yfir 20 amínósýrur, þar af 8 nauðsynlegar amínósýrur. Í því eru líka fitusýrur (lauric, linolenic, palmitic acid, oleic og steric acid), B-1 og -2, C-vítamín og D-vítamín. Að auki er í Maca rótinni kalk, magnesíum, kalíum, kopar, sink, mangan, forfór, selen, brennisteinn, natríum og járn. Og svo til að toppa allt er í Maca rótarinni að finna mikið af jurtanæringarefnum (phytonutrients).

HORMÓNAR, FRJÓSEMI OG KYNGETA
Rannsóknir á Maca rótinni hafa sýnt að hún dregur úr skapsveiflum, kvíða og þunglyndi hjá konum sem komnar eru á breytingaskeiðið og eykur jafnframt hjá þeim kynhvötina. Einnig er talið að Maca rótin komi jafnvægi á estrógenmagn í líkamanum. Sé það annað hvort of hátt eða of lágt getur það leitt til þess að konur eigi erfitt með egglos og að verða þungaðar. Ég þekki nokkur dæmi þess að konur sem höfðu átt erfitt með að verða þungaðar, urðu það eftir inntöku Maca rótarinnar.

MACA FYRIR KARLMENN
Spænsku landkönnuðirnir sem komu til Suður-Ameríku uppgötvuðu fljótlega að Maca rótin jók á frjósemi þeirra og veitti þeim aukna orku. Hið áhugaverða er að þótt Maca rótin sé orkugefandi, fylgir þeirri orku ekki aukið álag á nýrnahetturnar, en bæði kaffi og te auka álag á þær. Rannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós að Maca nýtist vel til orkuuppbyggingar og úthalds meðal íþróttamanna. Svo eykur Maca ekki bara kynhvöt hjá konum, heldur einnig körlum og telst vera gott stinningarlyf.

ALMENNT HEILSUFAR KARLA OG KVENNA
Maca rótin er talin koma jafnvægi á hormónakerfið, bæði hjá körlum og konum, með því að styrkja innkirtlakerfi líkamans. Þar sem það hefur mikil áhrif á heilsufar almennt er mikilvægt að það sé í góðu lagi. Í Maca er járn sem hjálpar til við endurnýjun rauðra blóðfrumna og dregur þar með úr líkum á blóðleysi og stuðlar að heilbrigðara æðakerfi. Næringarefnin í Maca stuðla að betri bein- og tannheilsu og stuðla að því að sár grói hraðar. Þeir sem stunda líkamsrækt samhliða inntöku á Maca geta átt vona á auknum vöðvamassa.

MACA OG HÚÐIN
Sumir velja að nota Maca til að bæta úr húðvandamálum eins og bólum og þurrkublettum. Svo eru aðrir sem telja að Maca dragi úr næmi húðarinnar og geri fólki kleift að þola betur öfga í hitasveiflum, bæði þegar það er of heitt eða kalt í veðri.

 Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Heimildir: Draxe.comVegkitchen.comGlobalhealingcenter.comThemacateam.com