Haraldur Örn - haus
8. mars 2010

Upphitun og teygjur

Upphitun og teygjur er eitthvað sem oft vill gleymast í fjallgöngum. Eins og í annarri hreyfingu er þetta mikilvægir þættir í því að fyrirbyggja meiðsli og eymsli í líkamanum. Með tímanum vilja vöðvar sem ekki eru teygðir styttast og það getur skapað ýmis vandmál. Þannig eru teygjur fyrirbyggjandi. Teygjurnar auka liðleika í vöðvum, ná fram slökun og minnka þann tíma sem tekur fyrir vöðvana að jafna sig. Það ætti því tvímælalaust að vera hluti af öllum fjallgöngum að hita upp og teygja. Á heimasíðu Fjallafélagsins er að finna pdf-skjöl með tillögum að upphitunar- og teygjuæfingum.