Karen Axelsdóttir - haus
12. ágúst 2011

Þriðji Íslandsmeistaratitillinn

Ég vann Íslandsmeistartitilinn í 20 km hjólreiðakeppni núna á miðvikudagskvöld. Ég var heppin að ná að taka þetta því þreytan eftir löngu æfingarnar frá síðustu helgi sat auðvitað ennþá í mér og ég þurfti auk þess að taka tæplega tveggja tíma hlaupaæfingu á þriðjudeginum. Ef þú vilt ná árangri í keppni sem krefst smá sprengikrafts þá er þá er svoleiðis þ.e. langar og hægar æfingar dagana fyrir keppni versta uppskrift í heimi. Til að ná hámarks árangri í svona keppni þá sleppirðu öllum löngum æfingum 2 vikum fyrir keppni. Tekur í undirbúningnum fullt af styttri æfingum á hraða nálægt keppnishraða eða hraðar og hvílir svo vel amk 3 daga fyrir. Ég var satt að segja búin að undirbúa mig andlega að tapa keppninni og því að tapa allt að 3 mínútum samanborið við hefðbundinn undirbúning. Ég var talsvert frá mínu besta en hef ótrúlegan grunn og  náði þeim merka árangri að vinna þrjiðja Íslandmeistaratitilinn á tæpum þremur vikum. Gunni hló bara að mér og sagði að nú fyrst væri ég búin að setja viðunnandi vikulegan staðal og  þyrfti nú að grafa upp annað mót til að keppa á í næstu viku.

Mín bíður talsvert stærra viðfangsefni og eins gott að halda sér við efnið. Það að vera ekki í rútinu og sérstaklega það að hafa börnin ekki í rútinu finnst mér frekar erfitt og fókusinn mætti vera betri. Æfingarnar sjálfar eru eiginlega minnsta málið. Allt skipulagið sem liggur að baki er annað. Ég finn að ég hef áhyggjur af því hvort börnin séu í góðu jafnvægi, að ég sé að vanrækja fólkið mitt, ekki að ná að hitta vini hérna heima, hver á að passa þau þegar ég fer til Hawaii osfrv. Það er alltaf púsl að finna barnapössun og manni finnst maður vera að leggja byrðar á fjölskylduna. Ég veit innst inni að þetta eru óþarfa áhyggjur. Ég gæti ekki haft betra stuðningsnet og stórfjölskyldan vill allt gera til að styðja mig í undirbúningum. Sjálfsagt er þetta hluti af því að vera mamma og eðlilegasta tilfinning í heimi. Ég þarf bara að minna mig á að þetta er einungis tímabundið þar sem ég er svona upptekin, ég er að gera hluti sem ég elska og það er verið að safna í reynslubanka sem margir munu njóta góðs af.

8. ágúst 2011

Íslandsmeistaratitill og núna grilluð í gegn

Alveg mögnuð helgi að baki. Á laugardaginn fór fram Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum á Þingvöllum. Þetta var frumraun mín í götuhjólakeppni. Það var fámennt en góðmennt í kvennaflokki og við vorum bara fimm. Algjör skömm í ljósi þess að það er núna   fjöldi af konum á Íslandi sem stunda skipulagðar þríþrautar og hjólreiðaæfingar...svo ég minnist ekki á allar spinningdrottingarnar . Við… Meira
5. ágúst 2011

Hvernig gengur?

Mig langar til að byrja á því að óska henni Annie Mist sérstaklega til hamingju með glæsilegan árangur á heimsmeistaramótinu í Crossfit. Ég þekki manna best hversu mikil vinna liggur að baki og fæ gæsahúð af gleði fyrir hennar hönd.   Annars er allt dúndur gott að frétta og ég er  komin til Reykjavíkur eftir að hafa flakkað milli sumarbústaða undanfarna 10 daga.… Meira
28. júlí 2011

Íslandmeistaramótið í ólympískri þríþraut.

Síðasta   laugardag fór fram Íslandsmeistaramótið í ólympískri vegalengd í þríþraut ( 1500 m sund, 40 km hjól, 10 km hlaup ) . Ég landaði Íslandsmeistaratitlinum í kvennaflokki og kom þriðja í mark á eftir tveimur keppendum í karlaflokki. Mjög sátt við það og gaman að keppa heima á Íslandi.         Á Íslandi er synt í sundlaug í þríþrautarkeppnum.   Það var kósý að… Meira
22. júlí 2011

Heima er best

Það var aðeins meira mál en mig minnti að pakka fyrir heila fjölskyldu, allri æfingabúslóðinni og tveimur hjólum.   Ég kvaddi liðið mitt í gærmorgun. Það var leiðinlegt að yfirgefa þau þar sem við erum nýbúin að missa Jack og allir hafa átt erfitt uppdráttar.   En sem betur fer eru þau flest að fara eitthvað í sumarfrí og ég er mjög spennt að eyða næstu vikum á Íslandi. Sonurinn… Meira
18. júlí 2011

Aumingi eða súperman?

Ég þjálfaði síðasta hópinn minn í dag og er komin í "frí" út ágúst. Náði sem betur fer að breyta fluginu mínu heim til Íslands en Íslandsmeistaramótið í ólympískri vegalengd (1500 m sund + 40 km hj ól + 10 km hlaup ) er núna á laugardaginn og ég átti bókað heim með kvöldvélinni kvöldið áður. Stefndi sem sagt á tímabili í það að ég væri púslandi saman hjólinu mínu kl 1 :30 um n óttina til… Meira
mynd
17. júlí 2011

Bros í gegnum tárin

Ég keppti á London League stigamóti í morgun. Þetta var skrítinn dagur. Við áttum að vera 5 saman að keppa fyrir Optima Racing Team en unglingurinn okkar í liðinu, 16 ára  strákur var bráðkvaddur á föstudaginn. Meðfæddur fæðingargalli segja læknarnir og það var ekkert hægt að gera.   Enginn fyrirvari, eldhress á leiðinni heim og á einu augnabliki var allt búið.   Við höfðum eðlilega… Meira
15. júlí 2011

Er ég nokkuð komin með díselvél?

Ég hitti þjálfarnn og við vorum að fara yfir stöðuna. Ég sagði honum að ég væri alveg til í að taka nokkrar stuttar keppnir til að fá smá hraða í skrokkinn og fara svo aftur í löngu æfingarnar. Honum leist ágætlega á það en hló þegar hann heyrði að ég myndi synda 1500 m í sundlaug í þríþraut á Íslandi og sagði ,,frábært þú sem ert eins og sandsekkur þegar þú syndir án blautbúnings, með Ironman… Meira
13. júlí 2011

Engin risaeðla á hlaupabrautinni

Eftir 9 daga hvíld frá æfingum þá er ég aðeins byrjuð að hreyfa mig aftur. Ég hjólaði smá í gær og tók stutta hlaupaæfingu í kvöld. Ég bjóst við að vera eins og stirð risaeðla á hlaupabrautinni en ég blés varla úr nös við það að hlaupa 4 x 1 km á 3:36. Var með mér til skemmtunar með tvo fyrrverandi ólympíu róðramenn á hælunum sem voru við það að fá hjartastopp.  Þetta… Meira
mynd
11. júlí 2011

Járnkonan er mætt

Í næstu viku hefst hjá mér undirbúningstími fyrir heimsmeistaramótið í Ironman sem haldið verður í Hawaii þann 8 október en ég vann mér inn þátttökurétt þangað eftir góðan árangur í Ironman Austria núna um daginn. Eftir að hafa fengið mikinn fjölda af skeytum og beiðnum ákvað ég að taka upp pennann og leyfa ykkur að fylgjast með þessu ferðalagi. Ég hætti a ð skrifa í fyrra einfaldlega af því að… Meira