Karen Axelsdóttir - haus
5. september 2010

Nýtt Íslandsmet karla í Ironman!

Steinn Jóhannsson (sjá mynd) sem  keppti í Ironman Köln í dag bætti  Íslandsmet Einars Jóhannssonar frá 1996 um 6 sekúndur og fór á tímanum 9.24,46.  Hann varð 14 í heildina og 2. í sínum flokki. Steinn hefur undanfarin ár borið  höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga í lengri vegalengdum í þríþraut átti fyrir keppnina næst besta tíma Íslendings í Ironman vegalengd (3.8 km sund/180 km hjól/42.2km hlaup).

steinnmynd.jpg

Ég hef aðeins  fengið að kynnast Steini og get með sanni sagt að hann ber nafnið Ironman með  rentu en hann er eini íþróttamaðurinn sem ég þekki sem virðist ekki þurfa að taka sér frídag frá æfingum. Hann er alltaf brosandi á æfingum og gerir mikið  grín að eigin  "æfingarexíu" og æfði t.d samfellt í 1000 daga án þess að taka sér frí. Sjá sögu hans um það  og fleira á http://steinnjo.blogspot.com/2009/09/1000-fingadagur-i-ro.html.  Aðrir sem æfa á þessu  leveli  þar með talin ég sjálf þurfum nauðsynlega að hvíla okkur frá æfingum 1 dag í  viku eða amk 1 dag á 10  daga fresti og skiljum ekkert úr hverju hann er byggður!  Ég samgleðst Steini og Súsönnu konu hans og börnum innilega, en án stuðnings frá fjölskyldunni  er útilokað að ná svona árangri.

Steinn var ekki  eini Íslendingurinn að keppa í Köln í dag. Ásgeir Elíasson er lauk keppni í  Ironman á 13.56,37. Maraþonið var  honum erfitt vegna magakrampa og það er afrek að klára við svoleiðis aðstæður. Steffi  Gregersen keppti í hálfum járnkarli og setti persónulegt met og Torben  Gregersen keppti í ólympískri vegalengd og náði tímanum 2.08,28. Torben var 6.í heildina og fékk brons í sínum flokk sem er glæsilegt.  Hjartanlega til hamingju öll.