um merkin

EINKENNI
Lykilorð: Félagslegar hugsjónir
Pláneta: Úranus
Höfuðskeppna: Loft
Litur: Himinblár
Málmur: Úraníum
Steinar: Aquamarín, túrmalín
Líkamshluti: Fótleggir, ökklar, blóðrás
Frægir vatnsberar Elín Pálmadóttir, John Travolta, Michael Jordan, Karólína prinsessa, Galileo, Ronald Reagan, Gertrude Steiner, Vanessa Redgrave, Virginia Woolf og Lord Byron.
VATNSBERI VATNSBERI
Vatnsberar eru oft háir og glæsilegir, með loðnar augabrýr og óstýrilátt hár, og þeir klæðast gjarnan dýrum og nýtískulegum fötum, en yfirleitt skapa þeir sér þó eigin fatastíl. Vatnsberar eru sjálfstæðir í hugsun og fylgja ekki viðteknum skoðunum og þeir vilja einlæglega berjast gegn alls kyns óréttlæti, ekki síst félagslegu. Vatnsberinn er vingjarnlegur og opinn í framkomu og nýtur sín vel í félagslegu samhengi, bæði í stærri og minni hópum. Þeir eru ævintýragjarnir og stundum sérvitrir, eiga til bæði önuglyndi og þrjósku, ekki síst ef þeir neyðast til að verja eigin sérlyndi. Þeir eru hins vegar óþreytandi að berjast fyrir minni máttar. Vatnsberinn er frumlegur í hugsun, og velur sér gjarnan óvenjulegt starfssvið, eins og t.d. stjörnufræði, fornleifafræði eða annað vísindatengt, en þeir gætu allt eins tekið upp á því að gerast flugmenn eða skrifa vísindaskáldsögur! Þrátt fyrir mannúðlegt hjartalag er Vatnsberinn oft fjarlægur og erfitt að ná sambandi við hann, svo hann ætti að reyna að vera hlýlegri í framkomu og reyna að gefa meira af sjálfum sér.