Á steypinum í The Voice

Rebekka Blöndal lætur fátt hægja á sér, ekki einu sinni síðustu metrana af óléttu. Hún stundar mastersnám í blaða- og fréttamennsku í Háskóla Íslands, lærir söng í jazzdeild FÍH, er einn þátttakandanna í The Voice og á von á stúlku núna um helgina.

„Þetta er eitt af þessu brjálæði sem ég helli mér út í,“ sagði Rebekka um þátttökuna í The Voice, en sjálf segist hún eiga það til að taka heldur margt að sér í einu. „Ég hugsaði bara ef ekki nú, þá hvenær?“

Stúlkunni ófæddu virðist líka ákvörðun móður sinnar vel, en hún er greinilega tónelsk þó hún sé ekki enn komin í heiminn, og spriklar mikið þegar hún heyrir pabba sinn spila í gítar. Litla daman dillar sér þó ekki við hvað sem mamma hennar syngur fyrir hana. Aðspurð hvað litlu líkar best svaraði Rebekka hálf hlæjandi: „hún er gömul sál eins og mamma sín.“

Í áheyrnarprufunum í The Voice söng Rebekka Blues in the Night með Evu Cassidy. Þjálfararnir Salka Sól og Unnsteinn Manuel sneru sér við og voru agndofa þegar þau sáu Rebekku, eins og sjá má í áheyrnarprufunni sem fylgir fréttinni. Það var þó ekki bara óléttunnar vegna, eins og Salka sagði: „Þú ert svo petit, og með þessa risarödd, og það var svo gaman að snúa sér við og sjá líka … þetta sem er framan á þér.“

Settur dagur hjá Rebekku er eins og áður sagði um næstu helgi, en þá eru einmitt tökur á næsta hluta keppninnar, Battle Round eða bardögunum. Þar stígur Rebekka á svið degi fyrir settan dag og syngur á móti annarri söngkonu. Við megum því miður ekki gefa upp nafnið á henni enn sem komið er, en sú hefur verið að lesa sér til svo hún geti aðstoðað ef Rebekka fer af stað í miðjum tökum. 

Rebekka er sjálf pollróleg yfir bæði helginni og framhaldinu, „ég ætla að ekkert að hafa of miklar áhyggjur, ég held að þetta sleppi allt fyrir horn. Kærastinn minn styður mig alveg í þessu, hann er mikil hjálp og fjölskyldan mín líka.“

Til að kynnast Rebekku betur forvitnuðumst við um átta efstu lögun á lagalistanum hennar þessa stundina:

Rhiannon - Fleetwood Mac
Baby I love you - Aretha Franklin
Handler - Muse
Dreams - Beck
Feel right - Mark Ronson ft. Mystikal
Bridges - Eivør Pálsdóttir
Pictures - Ewert and the Two Dragons
All I Want - Kodaline

Rebekka gengin 34 vikur
Rebekka gengin 34 vikur Mynd: Íris Blöndal
Rebekka hefur m.a. komið fram á Airwaves
Rebekka hefur m.a. komið fram á Airwaves
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson